Í síðastliðinni viku stóð Hvalaskoðun Reykjavíkur fyrir björgunaræfingu þar sem farþegum og áhöfn var bjargað úr sjávarháska. Æfingin fór fram á Ytri höfninni í Reykjavík og var Hafsúlan, í eigu Hvalaskoðunar Reykjavíkur, notuð sem skip í háska. Þeir sem tóku þátt í æfingunni voru; Slysavarnafélagið Landsbjörg með björgunarsveitum frá Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjavík, Kjalarnesi og Akranesi. Einnig kom þyrla Landhelgisgæslunnar að æfingunni ásamt Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Samgöngustofu og dráttarbáturinn Magni tók einnig þátt í æfingunni.
Tilgangur æfingarinnar var að æfa björgun farþega og áhafnar og tók æfingin samtals um eina og hálfa klukkustund. Farþegar voru 60 um borð auk 7 manna áhafnar. Farþegar og áhöfn voru fluttir frá borði á bátum björgunarsveitanna sem fluttu fólkið í Gömlu höfnina.
Æfingin þótti takast vel í alla staði en vissa hluti má gera betur.
Myndband má sjá hér

FaxaportsFaxaports linkedin