Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. mars s.l. var samþykkti að hefja lögformlegan feril vegna breytingar á aðalskipulagi á Grundartanga. Um er að ræða breytingu á skipulagögðu athafnasvæði í iðnaðarsvæði, en með takmörkunum um eðli þeirrar starfsemi sem fyrirhuguð er á svæðinu. Iðnaðarsvæðið á Grundartanga gæti þannig stækkað um 52,4 hektara, en áskilið er að starfsemi á svæðinu uppfylli ströngustu kröfur um mengunarvarnir, að ekki verði aukið á losun brennisteins-tvíoxíðs og flúors. Jafnframt er áskilið að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi á svæðinu sem hafi í för með sér veruleg umhverfisáhrif. Þessi stefnumörkun er gerð á grundvelli þeirrar hugmyndafræði Faxaflóahafna sf. að starfsemi á iðnaðarsvæði geti verið í sátt við umhverfið og án verulegrar umhverfisröskunar.
DSC_4704Skipulagsreglur skipta atvinnusvæðum í aðalatriðum í „athafnasvæði“ og „iðnaðarsvæði“, en fyrir sértæk iðnaðarsvæði eins og t.d. á Grundartanga getur þessi skilgreining verið óskýr og takmarkandi. Faxaflóahafnir sf. létu á árinu 2013 vinna vandaða og óháða umhverfisúttekt á Grundartanga og eru nýir skilmálar fyrir aðalskipulagsbreytinguna m.a. gerðir á grundvelli þeirrar úttektar.
Iðnaðarsvæðið á Grundartanga á að geta þróast á næstu árum með „grænni“ starfsemi og með öflugustu raforkuvirkjum á landinu, mjög góðri hafnaraðstöðu og góðu upplandi í nálægð við fjölmenna þéttbýliskjarna þá eru allir vegir færir í að laða að heppilega starfsemi. Erlendis hefur átt sér stað þróun í „grænum atvinnusvæðum“ og með grænni orku eigum við að geta staðið öðrum framar í þessum efnum, en á vegum atvinnuráðgjafar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Faxaflóahafna sf. er unnið að nánari útfærslu á þessum hugmyndum.
Breytingin á aðalskipulaginu er m.a. í tengslum við viðræður Faxaflóahafna sf. við fyrirtækið Silicor, sem hyggur á sólarkísilframleiðslu og ef endanlega verður ákveðið að fara af stað með verkefnið á Grundartanga mun það verða veruleg búbót fyrir atvinnulíf norðan og sunnan Hvalfjarðar. Sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar semþykkti á fundi sínum samhljóða eftirfarandi tillögu samhljóða: „Sveitarstjórn samþykkir að leitað verði umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Fornleifavernd, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og lýsingin kynnt almenningi sem og aðliggjandi sveitarfélögum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Lýsingin verður einnig kynnt almenningi með auglýsingum, framlagningu á heimasíðu sveitarfélagsins og á almennum íbúafundi þar sem íbúar geta kynnt sér efni lýsingarinnar og komið fram með ábendingar og athugasemdir.“
Lýsingu á breytingunni má sjá hér:  Aðalskipulagsbreytng – 2014 Lokaplagg

FaxaportsFaxaports linkedin