Stjórn Faxaflóahafna sf. fjallaði í morgun um ársreikning félagsins fyrir árið 2013 og var hann samþykktur. Afkoma félagsins var vel viðunandi, tekjur yfir áætlun en rekstrarkostnaður undir því sem áætlað hafði verið. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er því sterk og ekki veitir af því framundan eru stórar framkvæmdir m.a. við gerð hafnabakka í Sundahöfn og áframhaldandi þróun svæðisins á Grundartanga.
Ársreikningur 2013 má sjá hér og Greinargerð hafnarstjóra vegna ársreiknings 2013 hér.