Sturlaugur BöðvarssonÞriðjudaginn 11. febrúar, klukkan hálfsjö hófst löndun á bolfiski úr ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK-10 í Akraneshöfn.
Þetta er í fyrsta sinn í tæp 6 ár sem landað er bolfiski úr togaranum hér.
Afli Sturlaugs var að mestu þorskur sem fer til vinnslu hjá frystihúsi HB Granda á Akranesi en þar eru nú um 100 manns í vinnu en starfsmenn HB Granda voru komnir niður í 20 þegar fæst varð.
Það má því segja að ákveðin tímamót hafi verið í Akraneshöfn í dag eftir langþráða bið.

FaxaportsFaxaports linkedin