Flái í Klettagörðum
Frá því í október 2013 hefur verið unnið í fláa milli lóða við Klettagarða og Köllunarklettsvegar.
Verkið fellst í að brjóta af klöpp, koma fyrir undirfyllingu úr bögglabergi og þekja fláann með yfirborðsefni sem er 100 – 200 mm. að stærð.
Yfirborðsefnið er það gróft að það stendur vel í þessum halla. Faxaflóahafnir létu framleiða þetta efni á síðasta ári.
Aðstæður við verkið eru mjög erfiðar og hefur verkið unnist hægt en að sama skapi örugglega í vetur.
Verktakinn sem er Óskaverk ehf. hefur vandað vel til verksins og er að ljúka við fyrstu 230 metrana.
Gert er ráð fyrir að ljúka verkinu fyrir sumarið

FaxaportsFaxaports linkedin