Í tilefni af bréfi ASÍ til stjórnar Faxaflóahafna sf. varðandi verðlagsmál, gjaldskrár og fleira var eftirfarandi samþykkt á fundi stjórnarinnar þann 7. febrúar:
„Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að fresta hækkun á vörugjöldum frá og með 1. janúar en miða hækkun skipagjalda og tengdra þjónustugjalda við 2,5%, sem er verðbólgumarkið Seðlabanka Íslands, í stað 3,8% hækkunar. Gjaldskráin verði tekin til endurskoðunar á miðju ári með hliðsjón af þróun verðlags. Hafnarstjóra er falið að gera viðeigandi tillögu að breytingum rekstrargjalda miðað við nýjar verðlagsforsendur og senda ASÍ og Eimskipafélagi Íslands svar við erindi þeirra og gera grein fyrir þeim áhrifum sem þessi breyting hefur.“
Samþykkt þessu hefur það í för með sér að vörugjöld verða óbreytt frá gjaldskrá ársins 2013, en skipagjöld og tengd þjónustugjöld lækka frá og með 7. febrúar í samræmi við breyttar verðlagsforsendur.  Nýja gjaldskrá má sjá hér: Gjaldskrá Faxaflóahafna sf – 7. feb 2014.  Svarbréf Faxaflóahafna sf. til ASÍ má hins vegar sjá hér: ASÍ – svarbréf.  Í bréfinu kemur m.a. fram að hækkanir Faxaflóahafna sf. á gjaldskrá hafa síðustu ár verið undir þróun verðbólgu, en að heilshugar sé tekið undir þá baraáttu að vinna gegn verðbólgu, auka kaupmátt og auka stöðugleika íslensks efnahagsumhverfis.
Gamla_1

FaxaportsFaxaports linkedin