Frá árslokum 2005 var sá góði siður tekinn upp að greiða fyrir heilsurækt starfsmanna framlag til að mæta kostnaði við þá hollu iðju.  Um var að ræða 10.000 krónu framlag, sem síðan var hækkað í kr. 20.000 árið 2008.  Síðan hafa litlar breytingar átt sér stað í þessu og að ósk formanns starfsmannafélagsins hefur fjárhæðin verið endurskoðuð og hækkuð frá og með 1. janúar 2014 í kr. 30.000.  Um helmingur starfsmanna hefur nýtt sér þetta boð og vonandi að fleiri bætist í hópinn.
Aðeins varðandi skattalega meðferð þessa fjár:  Framlagið fylgir launagreiðslu, en af því er ekki tekin staðgreiðsla.  Þess er hins vegar getið á launamiða sem styrks – en þá er ráðið að gæta þess að færa kostnað á móti á skattaskýrslu – þá ætti þetta að nýtast starfsfólki að fullu.
Til hvaða ástundunar tekur þetta?  Meginreglan er að þetta greiðist því starfsfólki sem framvísar kvittun fyrir hvers kyns íþróttaiðkun viðkomandi.  Undir það getur fallið t.d. kort í heilsuræktarstöð, sundkort, dans eða jafnvel kaup á hjóli.  Ef við metum iðjuna sem heilsuvæna og til þess fallna að varðveita gott líkamlegt ásigkomulag þá er litið til þess með velvilja.
Með von um að þetta skili allt saman árangri og gleði.
Kveðja Gísli Gísla.
GGGÞ

FaxaportsFaxaports linkedin