WestwardHoÁ undanförnum árum hefur heimsóknum erlendra seglskúta til Reykjavíkur fjölgað. Árið 2012 komu 55 útlendar skútur til Reykjavíkur en seinast liðið ár voru þær 60 talsins. Flestar eiga skúturnar heimahöfn í Evrópu en ein og ein heimsækir Ísland frá Norður Ameríku. Í fyrra komu 11 skútur frá Bretlandi, 10 frá Frakklandi og 9 frá Þýskalandi en sumir siglingamenn hafa viðkomu í Reykjavík tvisvar yfir sumarið og þá sérstaklega ef ferðinni er heitið til Grænlands.

Brokey Siglingafélag Reykjavíkur sér um viðlegur og aðstöðu fyrir seglskútur við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn. Áki Ásgerisson, formaður Brokeyjar, segir að fjölgunin undanfarin ár megi m.a. rekja til þess að óróleiki hafi verið í Miðjarðarhafinu og að minni ís við Grænland hafi einnig haft að segja. Áki segir einnig að fyrirspurnir um vetrarsetu í Reykjavík aukist ár frá ári en vadamálið sé að aðstaða til að geyma skútur á landi sé ekki fyrir hendi.
Áki er bjartsýnn á framtíðina og telur að með betri aðstöðu við Ingólfsgarðinn eigi útlendum skútum eftir að fjölga í Reykjavík.

FaxaportsFaxaports linkedin