Ár 2013, föstudaginn 13. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Oddný Sturludóttir
Sveinn Kristinsson
Páll Brynjarsson
Varafulltrúi:
Áslaug Friðriksdóttir
Kjartan Magnússon
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Erlingur Þorsteinsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Kjarasamningamál. Viðræðuáætlun við StRv. Viðræðuáætlun við fjögur stéttarfélög. Niðurstöður forsendurnefndar Rvb.
Lagt fram.
2. Ályktun Umhverfisvakarinnar við Hvalfjörð, dags. 18.11.2013.
Lögð fram.
3. Bréf skrifstofustjóra atvinnu og eignaþróunar, dags. 18.11.2013, vegna erindis Festis ehf. varðandi Kjalarvog 10 og nærliggjandi lóðir.
Lagt fram.
4. Málefni Björgunar ehf.
Gerð var grein fyrir stöðu málsins og þeim viðræðum sem átt hafa sér stað við Björgun og Reykjavíkurborg um málið.
5. Bréf Vatnsveitufélags Hvalfjarðar sf., dags. 21.11.2013, til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um rekstur félagsins. Rekstraráætlun.
Lagt fram til kynningar.
6. Skipulagsmál á Grundartanga. Bréf hafnarstjóra til sveitarstjórnar Hvalfjarðar-sveitar um breytingar á aðalskipulagi, dags. 21.11.2013
Hafnarstjóri gerði grein fyrir nauðsyn þess að óska eftir breytingu á aðal-skipulagi iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæðisins á Grundartanga og þeim verkefnum sem unnið er að.
7. Lóðaumsóknir:
a. Erindi Haga hf., dags. 3.12.203, þar sem sótt er um lóðin nr. 1 við Korngarða.
b. Umsókn Sverris Rafnssonar, dags. 4.11.2013, þar sem óskað er eftir úthlutun á lóðinni Fiskislóð 27. Erindi um ítrekun á umsókn, dags. 11.12.2013.
Hafnarstjórn samþykkir úthlutun á ofangreindum lóðum til umsækjenda og felur hafnarstjóra að ganga frá lóðagjaldasamningum við þá í samræmi við gildandi reglur.
8. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Fasteignasölunnar REMAX Borg, dags. 29.10.2013, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4614. Seljandi Ragnar Þórisson, kt. 180471-3089. Kaupandi Hamborgarabúlla Tómasar, kt. 502905-2190.
b. Erindi Smáragarðs ehf., dags. 20.11.2013, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 15-21 fastanr. 229-7256. Seljandi Smáragarður ehf., kt. 600269-2599. Kaupandi SMG 1 ehf., kt. 581113-1100.
c. Erindi Smáragarðs ehf., dags. 20.11.2013, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Skarfagarði 2 fastanr. 229-9469. Seljandi Smáragarður ehf., kt. 600269-2599. Kaupandi SMG 1 ehf., kt. 581113-1100.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda uppfylli lóðarhafar skilmála lóðarleigusamninga og skipulags varðandi starfsemi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30