Síðustu þrjár vikurnar hefur fátt verið meira rætt en örlög skipsins Fernanda.  Eldur varð laus um borð í skipinu þann 30. október s.l. þegar skipið var statt suður af Surstsey.  Án þess að fara nánar út í ferð skipsins eftir það, þá var því loks lagt að bakka á Grundartanga miðvikudaginn 6. nóvember.  Nú 11 dögum síðar hefur skipið farið úr eignarhaldi upphaflegra eigenda, yfir til tryggingarfélags og loks til Hringrásar, sem mun annast niðurrif skipsins í Helguvík þegar aðstaðan þar verður tilbúin.  Í morgun um kl. 11:00 voru landfestar skipsins leystar og hinsta ferð þess hafin, en dráttarbáturinn Magni er nú með skipið í drætti áleiðis til Njarðvíkur.  Þeir sem hafa glímt við Fernanda eftir að eldur kom upp í skipinu þurftu ekki síður að glíma við vélarvana og illa leikið skip en risjótt veður, en nú er sem sagt ágætur veðurgluggi til að draga skipið þangað sem því verður fargað.  Ýmislegt má segja að hafi komið upp í ferlinu frá bruna til förgunar og eitt og annað sem þarf að skoða í ljósi reynslunar.  Aðalatriði málsins er að Landhelgisgæslan stóð sem fyrr frábærlega að björgun áhafnar skipsins og gerði hvað hægt var að draga  úr líkum á að bruninn skapaði hættu á mengun.  Því má segja að vel hafi verið að verki staðið hjá öllum þeim sem mest mæddi á, í ljósi þess að ekki eru nema 18 dagar frá því að eldur varð laus í Fernanda.  Ekki verður hins vegar sagt að ástand skipsins og veðurlag hafi verið áhyggjulaust þeim sem að komu, en nú lítur út fyrir að sagan sé öll.20131117_11094020131117_102657

FaxaportsFaxaports linkedin