Ár 2013, föstudaginn 8. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll Hjaltason
Oddný Sturludóttir
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
Varafulltrúi:
Áslaug Friðriksdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Erlingur Þorsteinsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
- Uppgjör Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2013.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir megin niðurstöðum uppgjörsins.
- Erindi borgarráðs Reykjavíkur, dags. 17.10.2013 um tillögu borgarstjóra varðandi kaup á landi hafnarinnar við Elliðavog.
Hafnarstjóra falið að ganga til viðræðna við Reykjavíkurborg um sölu á Sævarhöfða 33 til Reykjavíkurborgar.
- Drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. um lóðagjaldamál ásamt tillögu að breytingu á lóðaskilmálum Faxaflóahafna sf. og gjaldskrá lóðagjalda.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og tillögu hafnarstjóra að breytingu á lóðaskilmálum og gjaldskrá vegna lóðagjalda.
- Tillaga að deiliskipulagi á Ingólfsgarði vegna félagsaðstöðu Brokeyjar o.fl. ásamt minnisblaði hafnarstjóra dags. 4.11.2013.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagi á Ingólfsgarði og samþykkir að óska eftir staðfestingu skipulagsráðs Reykja-víkur. Hafnarstjóra falið að láta vinna nauðsynlegar úrbætur á flotbryggju á enda Ingólfsgarðs í því skyni að gera farþegabátum kleift að hafa þar viðkomu.
- Erindi borgarráðs Reykjavíkur, dags. 25.10.2013 þar sem óskað er umsagnar um tillögu um sameiningu Minjasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Víkurinnar-Sjóminjasafns og Viðeyjar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að ofangreind söfn verði sameinuð, en leggur áherslu á að starfsemi Sjóminjasafnsins verði tryggð við þá skipan. Faxaflóahafnir sf. gáfu Sjóminjasafninu eignarhlut sinn í fasteigninni Grandagarður 8 árið 2007 með þeirri kvöð að yrði húsið selt ætti andvirði hússins að renna til kaupa á nýju húsnæði fyrir sjóminjasafn. Hafnarstjórn áréttar að sú kvöð haldi gildi sínu þrátt fyrir breytt rekstraform.
Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum.
- Fiskislóð. Umsókn Mannverks ehf. ásamt fylgigögnum dags. 11.9.2013 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 33 – 37 þar sem lóðirnar verði sameinaðar og nýtingarhlutfall hækki úr 0,5 í 1,0.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fiskislóðar 33-37 og samþykkir að óska eftir staðfestingu skipulagsráðs Reykjavíkur. Gagnvart Mannverki ehf. er áskilið að gengið verði frá samkomulagi við Faxaflóahafnir sf. um fyrirkomulag framkvæmda, greiðslu gjalda og framkvæmdatíma á lóðinni.
- Erindi umhverfis- og auðlindar, dags. 25.10.2013 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um undanþágu frá starfsleyfi fyrir starfsemi Björgunar við Sævarhöfða 33.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svari til Umhverfis- og aulindaráðuneytisins.
- Erindi borgarritara, dags. 5.11.2013 varðandi sameiginlegt útboð um kaup á þjónustu vegna ytri endurskoðunar samstæðu Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn samþykkir að boða til eigendafundar mánudaginn 18. nóvember n.k. kl. 09:00, til staðfestingar á endurskoðun fyrir fyrirtækið.
- Lóðamál á Grundartanga:
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lóðamálum á Grundartanga.
10. Lóðaumsóknir:
a Erindi Sverris Rafnssonar f.h. óstofnaðs hlutafélags, dags. 4.11.2013 þar sem óskað er eftir kaupum eða úthlutun á lóðinni Fiskislóð 27.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við umsækjanda.
11. Forkaupsréttarmál:
- Erindi Fasteignasölunnar REMAX Borg, dags. 29.10.2013 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6859. Seljandi DAP ehf., kt. 500310-0490. Kaupandi Guðmundur Magnússon, kt. 130866-2989.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreinds erindis með venjulegum fyrirvara um að starfsemin sé í samræmi við deiliskipulag og lóðarleigusamning.
12. Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir útgáfu bókarinnar “Hér heilsast skipin” eftir Guðjón Friðriksson, en formlegur útgáfudagur verður í næstu viku. Nánari tímasetning verður tilkynnt. Formanni og hafnarstjóra falið að undirbúa útgáfuna í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45
Fundur nr. 114
Ár 2013, föstudaginn 8. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll Hjaltason
Oddný Sturludóttir
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
Varafulltrúi:
Áslaug Friðriksdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Erlingur Þorsteinsson
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Uppgjör Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2013.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir megin niðurstöðum uppgjörsins.
2. Erindi borgarráðs Reykjavíkur, dags. 17.10.2013 um tillögu borgarstjóra varðandi kaup á landi hafnarinnar við Elliðavog.
Hafnarstjóra falið að ganga til viðræðna við Reykjavíkurborg um sölu á Sævarhöfða 33 til Reykjavíkurborgar.
3. Drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. um lóðagjaldamál ásamt tillögu að breytingu á lóðaskilmálum Faxaflóahafna sf. og gjaldskrá lóðagjalda.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og tillögu hafnarstjóra að breytingu á lóðaskilmálum og gjaldskrá vegna lóðagjalda.
4. Tillaga að deiliskipulagi á Ingólfsgarði vegna félagsaðstöðu Brokeyjar o.fl. ásamt minnisblaði hafnarstjóra dags. 4.11.2013.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagi á Ingólfsgarði og samþykkir að óska eftir staðfestingu skipulagsráðs Reykja-víkur. Hafnarstjóra falið að láta vinna nauðsynlegar úrbætur á flotbryggju á enda Ingólfsgarðs í því skyni að gera farþegabátum kleift að hafa þar viðkomu.
5. Erindi borgarráðs Reykjavíkur, dags. 25.10.2013 þar sem óskað er umsagnar um tillögu um sameiningu Minjasafns Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Víkurinnar-Sjóminjasafns og Viðeyjar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að ofangreind söfn verði sameinuð, en leggur áherslu á að starfsemi Sjóminjasafnsins verði tryggð við þá skipan. Faxaflóahafnir sf. gáfu Sjóminjasafninu eignarhlut sinn í fasteigninni Grandagarður 8 árið 2007 með þeirri kvöð að yrði húsið selt ætti andvirði hússins að renna til kaupa á nýju húsnæði fyrir sjóminjasafn. Hafnarstjórn áréttar að sú kvöð haldi gildi sínu þrátt fyrir breytt rekstraform.
Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum.
6. Fiskislóð. Umsókn Mannverks ehf. ásamt fylgigögnum dags. 11.9.2013 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 33 – 37 þar sem lóðirnar verði sameinaðar og nýtingarhlutfall hækki úr 0,5 í 1,0.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fiskislóðar 33-37 og samþykkir að óska eftir staðfestingu skipulagsráðs Reykjavíkur. Gagnvart Mannverki ehf. er áskilið að gengið verði frá samkomulagi við Faxaflóahafnir sf. um fyrirkomulag framkvæmda, greiðslu gjalda og framkvæmdatíma á lóðinni.
7. Erindi umhverfis- og auðlindar, dags. 25.10.2013 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um undanþágu frá starfsleyfi fyrir starfsemi Björgunar við Sævarhöfða 33.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svari til Umhverfis- og aulindaráðuneytisins.
8. Erindi borgarritara, dags. 5.11.2013 varðandi sameiginlegt útboð um kaup á þjónustu vegna ytri endurskoðunar samstæðu Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn samþykkir að boða til eigendafundar mánudaginn 18. nóvember n.k. kl. 09:00, til staðfestingar á endurskoðun fyrir fyrirtækið.
9. Lóðamál á Grundartanga:
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lóðamálum á Grundartanga.
10. Lóðaumsóknir:
a Erindi Sverris Rafnssonar f.h. óstofnaðs hlutafélags, dags. 4.11.2013 þar sem óskað er eftir kaupum eða úthlutun á lóðinni Fiskislóð 27.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við umsækjanda.
11. Forkaupsréttarmál:
- Erindi Fasteignasölunnar REMAX Borg, dags. 29.10.2013 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6859. Seljandi DAP ehf., kt. 500310-0490. Kaupandi Guðmundur Magnússon, kt. 130866-2989.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreinds erindis með venjulegum fyrirvara um að starfsemin sé í samræmi við deiliskipulag og lóðarleigusamning.
12. Önnur mál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir útgáfu bókarinnar “Hér heilsast skipin” eftir Guðjón Friðriksson, en formlegur útgáfudagur verður í næstu viku. Nánari tímasetning verður tilkynnt. Formanni og hafnarstjóra falið að undirbúa útgáfuna í samræmi við umræður á fundinum.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45