Stjórn Faxaflóahafna sf. ákvað á fundi sínum þann 13. september s.l. að auglýsa Hafnarhúsið á Akranesi til sölu. Tilgangurinn með því að auglýsa húsið til sölu er að auka líf við Hafnarhús-tilboðAkraneshöfn og skapa forsendur til þess að veitingastarfsemi og ferðaþjónusta geti skotið þar rótum. Akraneshöfn býður upp á góða aðstöðu fyrir smærri báta sem og togara, en nú er ætlunin að stuðla að aukinni fjölbreytni í starfsemi á hafnarsvæðinu. Í næsta nágrenni við Akraneshöfn er hinn margrómaði Langisandur og niður á Breið eru tveir vitar sem vakið hafa mikla athygli gesta á síðustu misserum.  Með því að bjóða þjónustuaðila velkomna á hafnarsvæðið á Akranesi opnast nýir möguleikar sem án vafa geta verið spennandi.  Auglýsingu um útboð Hafnarhússins á Akranesi má sjá hér.Hafnarhús-auglýsing 2013.
Sölugögn má nálgast á skrifstofu Faxaflóahafna sf. frá og með mánudeginum 28. október, en tilboð skulu berast á sama stað eigi síðar en 29. nóvember n.k.

FaxaportsFaxaports linkedin