4464357_gamla_hofnin_-_skipFaxaflóahafnir sf. boða til árlegs málþings með notendum á svæði Faxaflóahafna sf. miðvikudaginn 9. október n.k. og verður málþingið haldið í Hörpu kl. 16:00 (salur: Ríma).

Undanfarin ár hefur það verið hluti af tilverunni að boða notendur til fundar í því skyni að fara yfir helstu verkefni Faxaflóahafna sf., fræðast um starfsemi annarra aðila og skapa umræðugrundvöll um þróun mála. Málþingin hafa verið ánægjuleg og fræðandi og vonandi að notendur séu Faxaflóahöfnum sf. sammála í því efni. Dagskrá fundarins verður með þeim hætti að formaður stjórnar, Hjálmar Sveinsson ýtir málþinginu úr vör, Gísli Gíslason, hafnarstjóri fer yfir helstu verkefni ársins 2014, en í framhaldi mun Bergþóra Bergsdóttir, verkfræðinemi, kynnna efni skýrslu um þróun mála í Gömlu höfninni. Að því loknu mun Helga Thors segja frá því hvernig Harpan hefur áhuga á að auka samstarf við þjónustuaðila á hafnarsvæðunum og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi mun fjalla um væntingar og fyrirætlanir á Akranesi varðandi eflingu ferðaþjónustu í Akraneshöfn. Að lokum mun Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur  segja frá helstu þáttum í lífi hafnanna sem tilheyra Faxaflóahöfnum, en í ár eru liðin 100 ár frá því að hafist var handa við hafnargerð í Reykjavík. Áhugasamir geta séð dagskrá málþingsins HÉR.

4464357_gamla_hofnin_-_skipFaxaflóahafnir sf. boða til árlegs málþings með notendum á svæði Faxaflóahafna sf. miðvikudaginn 9. október n.k. og verður málþingið haldið í Hörpu kl. 16:00 (salur: Ríma).

Undanfarin ár hefur það verið hluti af tilverunni að boða notendur til fundar í því skyni að fara yfir helstu verkefni Faxaflóahafna sf., fræðast um starfsemi annarra aðila og skapa umræðugrundvöll um þróun mála. Málþingin hafa verið ánægjuleg og fræðandi og vonandi að notendur séu Faxaflóahöfnum sf. sammála í því efni. Dagskrá fundarins verður með þeim hætti að formaður stjórnar, Hjálmar Sveinsson ýtir málþinginu úr vör, Gísli Gíslason, hafnarstjóri fer yfir helstu verkefni ársins 2014, en í framhaldi mun Bergþóra Bergsdóttir, verkfræðinemi, kynnna efni skýrslu um þróun mála í Gömlu höfninni. Að því loknu mun Helga Thors segja frá því hvernig Harpan hefur áhuga á að auka samstarf við þjónustuaðila á hafnarsvæðunum og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi mun fjalla um væntingar og fyrirætlanir á Akranesi varðandi eflingu ferðaþjónustu í Akraneshöfn. Að lokum mun Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur  segja frá helstu þáttum í lífi hafnanna sem tilheyra Faxaflóahöfnum, en í ár eru liðin 100 ár frá því að hafist var handa við hafnargerð í Reykjavík.

FaxaportsFaxaports linkedin