Sumarið 2024 var í sjöunda sinn gerð könnun á atvinnustarfsemi í Sundahöfn og jaðarsvæðum hennar. Alls tóku 131 fyrirtæki þátt í könnuninni, þar af 82 staðsett innan Sundahafnar og 49 á jaðarsvæðum. Könnunin varpar ljósi á þróun atvinnugreina, starfsmannafjölda og viðhorf forsvarsmanna til hafnarsvæðisins.
Hlutdeild þjónustufyrirtæki er nú stærst á svæðinu, samtals 41 fyrirtæki, en heild- og umboðssölur sem áður leiddu eru nú næststærsta atvinnugreinin með 34 fyrirtæki. Mesta breytingin átti sér stað á jaðarsvæðum, þar sem hlutdeild heild- og umboðssala dróst saman úr 36% árið 2018 í 25% í ár.
Heild- og umboðssala tekur fram úr flutningsstarfsemi í fjölda starfsmanna
Áætlaður fjöldi starfsmanna á svæðinu er 3.781 og er fjölmennasta atvinnugreinin Heild- og umboðssala með 1.329 starfsmenn, eða rúman þriðjungshlut. Atvinnugreinin hefur bætt verulega við sig milli kannana, nú síðast um rúm 10% og tvöfaldast hlutfallslega frá árinu 2014. Áður fyrr var atvinnugreinin flutningar fjölmennastur, en hann situr nú í öðru sæti með um 20% hlutdeild og lækkar um rúm 13% frá síðustu könnun.
Sundahöfn til framtíðar
Í ljós kom að mikill meirihluti fyrirtækja eru ánægð með staðsetningu sína við höfnina, með meðalvægi 3,24 af 5. Um þriðjungur fyrirtækja segir alla sína starfsemi fara fram innan hafnarsvæðisins og meirihluti fyrirtækja stefna að því að halda athafnasvæði sínu óbreyttu. Jafnframt svaraði rúmlega 90% fyrirtækja því neitandi að horfur séu á því að flytja starfsemi sína frá Sundahöfn.
Almennt ríkir samstaða um málefni hafnarsvæðisins og framtíðarhorfur fyrirtækja benda til þess að Sundahöfn sé til framtíðar. Hins vegar komu í ljós nokkur málefni sem talin voru að mætti færa til betri vegar. Þar má helst nefna umferðarmál sem talin vera ábótavant, þá voru forsvarsmenn sammála um að bæta þurfi m.a. gatnamót, tvöfalda akstursgötur í Sundahöfn, svo nokkur dæmi séu nefnd. Samhljómur var um mikilvægi þess að halda uppi hafsækinni starfsemi á svæðinu og sækjast frekar eftir því að fjölga fyrirtækjum með slíka starfsemi, til að styðja enn frekar við höfnina sem einn mikilvægasta hafnarinnvið Íslands.
Skýrsluna má nálgast hér: https://www.faxafloahafnir.is/skyrslur/