J. Snæfríður hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra hafnarinnviða Faxaflóahafna. Með þeirri ráðstöfun er sviðsstjórum fjölgað um einn og verða þá sex manns í framkvæmdarstjórn fyrirtækisins.
Snæfríður er Faxaflóahöfnum kunn frá því hún starfaði um tíma sem gæðastjóri til leigu á vegum ráðgjafafyrirtækisins HSE Consulting. Snæfríður hefur breiðan bakgrunn og víðtæka reynslu hún vann áður hjá Samherja, hjá Landvirkjun sem stöðvarvörður, HB-Granda sem forstöðumaður öryggis- og heilsu, HSE Consulting sem ráðgjafi og síðustu tvö ár starfaði Snæfríður sem áhafnarstjóri hjá Eimskip.
„Það er virkilega spennandi að ganga til liðs við Faxaflóahafnir og taka í þátt í þeirri innviða þróun sem fram undan er á komandi árum. Það er áskorun og loforð Faxaflóahafna í senn að vinna í takt við þarfir samfélagsins, atvinnulífsins og umhverfisins með grænum, öruggum og skilvirkum áherslum. Þar má nefna uppbyggingu farþegamiðstöðvar á Skarfabakka og landtengingar fyrir skip“ segir J. Snæfríður Einarsdóttir.