Ár 2024, föstudaginn 20. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30
Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson
Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.
3. Stefna Faxaflóahafna
Á fundin komu undir þessum lið Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir og Ásdís Sigurbergsdóttir frá ráðgjafarfyrirtækinu Aton og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir frá ráðgjafarfyrirtækinu Expectus, ásamt Gyðu Mjöll Ingólfsdóttur gæða- og umhverfisstjóra Faxaflóahafna.
Kynntu ráðgjafarnir drög að stefnu Faxaflóahafna og svöruðu spurningum fundarmanna.
4. Fjárhagsáætlun 2025
Á fundin komu undir þessum lið Jón Garðar Jörundsson, sviðstjóri viðskiptasviðs og Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála og kynntu drög að fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir 2025.
Stjórn samþykkti eftirfarandi tillögu samhljóða:
„Stjórn Faxaflóahafna samþykkir fjárhagsáætlun fyrir félagið fyrir árið 2025 á grundvelli þeirra forsenda sem koma fram í kynningu stjórnenda. Gerir hún m.a. ráð fyrir að rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði (EBITDA) nemi 1.875 m.kr. á árinu, að fjárfesting ársins nemi 3.065 m.kr. og að heildareignir félagsins í lok árs nemi 20.207 m.kr.„
5. Forkaupsréttarmál:
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:
a. Erindi Forlagsins ehf. vegna samruna félagana Vegamóta ehf. og Má og menning-Heimskringlu ehf. um yfirtöku að Fiskislóð 39, Reykjavík. Fasta nr. 231-2529. Yfirtökufélag verður Forlagið ehf.
6. Nýr dráttarbátur
Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður kom á fundinn undir þessum lið og kynnti fyrir stjórn niðurstöður verðfyrirspurnar rafdrifins dráttarbáts og svaraði spurningum fundarmanna.
7. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið kl. 11:50