Ár 2024, föstudaginn 16. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30
Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson
Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt
3. Farþegamiðstöð
Fyrir fundinum lá kynning frá stjórnendum um byggingu farþegamiðstöðvar við Skarfabakka, mat á arðsemi verkefnisins auk alverktökusamnings við verktaka á grundvelli samþykkts tilboðs í útboði Faxaflóahafna.
Stjórn samþykkti samhljóða heimild til hafnarstjóra um að undirrita fyrir hönd félagsins fyrirliggjandi alverktökusamning við Íslenska aðalverktaka hf., kt. 660169-2379, um byggingu farþegamiðstöðvar á Skarfabakka.
4. Forkaupsréttarmál
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:
a. Erindi Klettagarða ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Klettagörðum 11, Reykjavík. Fasta nr. 221-4198. Kaupandi Ármúli ehf.
5. Rekstraruppgjör 2023
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála komu á fundinn. Kynntu þau rekstraruppgjör síðastliðins rekstrarárs og svöruðu spurningum fundarmanna.
6. Framkvæmdaryfirlit 2024
Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti yfirlit framkvæmda fyrirtækisins fyrir líðandi ár og svaraði spurningum fundarmanna.
7. Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið 11:45