Ár 2023, föstudaginn 24. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir (í fjarfundarbúnaði)
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
Engin slys hafa verið á fólki frá síðasta fundi.
Ábending um vatnleka og klakamyndun við Klettagarða sem og óhapp við málningarvinnu á Ægisgarði.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Uppgjör fyrstu 9 mánuði ársins
Ragnheiður Ragnarsdóttir deildarstjóri fjármála kom á fundinn og kynnti níu mánaða uppgjör félagsins ásamt Jóni Garðari Jörundssyni sviðsstjóra viðskiptasviðs. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBITDA) á tímabilinu nemur 1.431 m.kr. sem er 0,1% yfir áætlun.

4. Gjaldskrá 2024
Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður og Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri komu á fundinn undir þessum lið og kynntu drög að gjaldsrá Faxaflóahafna fyrir 2024 og svöruðu spurningum fundarmanna. Var gjaldskráin samþykkt samhljóða.

5. Verndarfulltrúi Faxaflóahafna
Stjórn samþykkti samhljóða tillögu hafnarstjóra um Jón Þóri Sveinsson, sem verndarfulltrúa fyrir hafnir Faxaflóahafna.

6. Forkaupsréttarmál
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteignar með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi:

Erindi Verkfræðistofu Akureyrar ehf., um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 229-6862. Kaupendur Kría hjól ehf., David James Robertson og Emil Þór Guðmundsson.

7. Þróunaráætlun Sundahafnar
Magnús Baldursson, lögmaður kom á fundinn undir þessum lið í fjarfundarbúnaði og kynnti minnisblað um stöðu ýmissa samninga við Sundahöfn og svaraði spurningum fundarmanna.

8. Heimsókn stjórnar til Bergen og Oslo
Fyrir fundinum lágu minnispunktar hafnarstjóra frá heimsókn stjórnar og stjórnenda til hafnanna í Bergen og Oslo, ásamt kynningum stjórnenda þessara hafna.

9. Önnur mál
a. Lagt var fram drög að starfsáætlun stjórnar fram að sumarleyfi 2024.
b. Starfsfólk Faxaflóahafna vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12:10

FaxaportsFaxaports linkedin