Ár 2023, mánudaginn 23. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir (í fjarfundarbúnaði)
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd.
• Engin slys á fólki frá síðasta fundi
• Farið yfir tvö atvik á sjó sem hafa orðið frá síðasta fundi

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Viðskiptakjör
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs kom á fundinn undir þessum lið og kynnti yfirlit yfir viðskiptakjör og svaraði spurningum fundarmanna.

4. Áhættuyfirlit
Ástríður Elín Jónsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri Faxaflóahafna kom á fundinn undir þessum lið og kynnti uppfærslur á áhættumati og svaraði spurningum fundarmanna.

5. Dráttarbátaþjónusta Faxaflóahafna
Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður kom á fundinn undir þessum lið og kynnti hafnsögu- og dráttarbátaþjónustu Faxaflóahafna og svaraði spurningum fundarmanna.

6. Bókunarkerfi fyrir skemmtiferðaskip
Jón Garðar Jörundsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Friðrik Hjálmarsson, deildarstjóri UT-mála komu á fundinn undir þessum lið, kynntu hugbúnaðinn DOKK, ræddu þróunaraform og svöruðu spurningum fundarmanna.

7. Önnur mál

Fundi slitið kl. 11:40

FaxaportsFaxaports linkedin