Haustfundur Faxaflóahafna verður haldinn þriðjudaginn 31. október klukkan 15:00 til 17:00 í Björtuloft, í Hörpu.
Þema haustfundarins að þessu sinni er skilvirkar hafnir.
Dagskrárliðir:
- Gunnar Tryggvason hafnarstjóri, kynnir þróunarkosti Sundahafnar með áherslu á skilvirkni
- Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson framkvæmdastjóri öryggis-, umhverfis- og umbótarsviðs, kynnir skilvirkni í starfsemi Norðuráls og hvernig hagsmunir fyrirtækisins og hafnarinnar fara hönd í hönd.
- Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri og Sindri Dan Garðarsson sérfræðingur kynna bókunarhugbúnaðinn DOKK og tækifæri til aukinnar skilvirkni í skemmtiferðaskipageiranum
- Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri: Inga Rut Hjaltadóttir, sviðstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna