Ár 2023, þriðjudaginn 15. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:00

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Friðjón Friðjónsson, varamaður

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Ekkert fjarveruslys hefur orðið frá síðasta fundi.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Skipan starfskjaranefndar
Fyrir fundinum lág tillaga um skipan starfskjaranefndar til næsta aðalfundar og var hún samþykkt samhljóða. Í starfskjaranefnd sitja: Hildur Björnsdóttir, formaður
Már Másson og Sigrún María Guðjónsdóttir.

4. Staðsetning hvalveiðibáta í gömlu höfninni

Hafnarstjóri lagði fram minnisblað yfirhafnsögumanns er lýtur að möguleikum á staðsetningu hvalveiðibátanna annars staðar en við Ægisgarð. Hafnarstjóri kynnti þá ákvörðun sína sem tekin var með hliðsjón af útlistun og niðurstöðu yfirhafnsögumanns að staðsetningu hvalveiðibátanna verði ekki breytt að svo stöddu.

Stjórn gerði ekki athugasemd við ákvörðun hafnarstjóra.

5. Uppgjör fyrstu 6 mánaða
Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskiptasviðs og Ragnheiður Ragnarsdóttir deildarstjóri fjármála komu á fundinn og kynntu uppgjör fyrstu sex mánaða líðandi árs. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á tímabilinu nam 578 m.kr. sem er 8,5% umfram áætlun. Jafnframt bókfærast óreglulegar tekjur vegna lóðasölu uppá 420 m.kr. á tímabilinu.

6. Forkaupsréttarmál:
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteignar með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

a. Erindi Snark ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0244. Kaupandi Jasnik ehf.
b. Erindi Ingibjargar S. Þórisdóttur um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0258. Kaupandi Kristján B. Þ. Sigurrósarson.

7. Landtengingar, staða og næstu skref
Helgi Laxdal, sviðsstjóri innviða kom á fundinn og kynnti stöðu landtengingaverkefna og næstu skref. Stefnt er að fyrstu formlegu tengingu skemmtiferðaskips í Gömlu Höfninni á næstu vikum.

8. Staða upplýsingatæknimála

Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskiptasviðs og Friðrik Þór Hjálmarsson deildarstjóri upplýsingatæknideildar komu á fundinn og kynntu stöðu upplýsingatæknimála.

9. Nafngift nýrrar verbúðarbryggju
Fyrir fundinum lág minnisblað frá Jóni Þorvaldssyni fyrrum aðstoðarhafnastjóra Faxaflóahafna um nafngift nýrrar verbúðarbryggju í Gömlu Höfninni. Lagt er til að bryggjan fái nafnið Safnabryggja enda liggja við hana safnaskipið Óðinn og einnig gamli Magni sem verið er að hlúa að. Var tillagan samþykk samhljóða

10. Önnur mál

Fundi slitið 15:15

FaxaportsFaxaports linkedin