Heildarskipakomur í höfnum Faxaflóahafna í júní 2023 voru 46 alls og þar af voru 2 skipakomur til Akranes. Meðaltals Environmental Port Index (EPI) umhverfiseinkunn af þeim komum voru 45 stig, sem er bæting frá skipakomum vormánaða þegar meðaltals EPI umhverfiseinkunn voru 38 stig.
Faxaflóahafnir hafa tekið upp norskt umhverfiseinkunnarkerfi fyrir skemmtiferðaskip, Environmental Port Index (EPI), með ívilnun eða álögum eftir umhverfishegðun skipa á hafnarsvæði.
EPI er verkfæri sem gerir höfnum kleift að skilgreina umhverfisspor skemmtiferðaskipa á meðan viðkomu stendur. Markmiðið er að koma á fjárhagslegu hvatakerfi til umhverfisvænni og sjálfbærari rekstrar skemmtiferðaskipa og draga þannig úr ávinningi við að koma til hafna Faxaflóahafna með mengandi skip.
Skemmtiferðaskipum ber að skila inn gögnum til mats á umhverfisframmistöðu í höfn eigi síðar en 72 klst. eftir brottför. Á grunni þeirra gagna fær hvert skip EPI einkunn milli 0 (verst) og 100 (best). Skili skip ekki inn gögnum fær það sjálfkrafa 0 einkunn. EPI einkunn veitir að hámarki 17,5% afslátt af bryggjugjöldum og að hámarki 75% álag.