Framkvæmdir eru hafnar á Akranesi vegna verksins Akraneshöfn – Nýr hafnarbakki við Aðalhafnargarð, þar sem Reynir gröfuprammi og Pétur mikli hafa verið að vinna að dýpkunarframkvæmdum síðan 19. apríl.
Þann 7. mars síðastliðinn var skrifað undir sameiginlegan samning við verktakana Hagtak hf. og Þrótt ehf. um framkvæmd verksins „Akraneshöfn – Nýr hafnarbakki við Aðalhafnargarð“. Verkið felst í því að dýpka við innsiglingu, reka niður um 245 metra langt stálþil, þar af um 125 metra fyrir framan núverandi bryggju Aðalhafnargarðs, og fleira verkinu viðkomandi.