kosningagetraun2013 
Sigurvegararnir ásamt hafnarstjóra 

Hafnarskrifstofan stóð fyrir kosningagetraun aður en gengið var að kjörborðinu og var getraunin sú að giska á fjölda þingmanna eftir flokkum.  Getspekin var æði misjöfn – enda erfitt að átta sig á kjósendum!  Niðurstaðan varð hins vegar sú að Gísli Jóhann hallsson, yfirhafnsögumaður og Kristana Ólafsdóttir gjaldkeri áttu bestu taktana og voru með þrjá flokka rétta – en aðrir sem sagt minna og þar sem verst lét var anginn rétt ágiskun! 

Einn sendi inn tillögu sína alltof seint – en grunur leikur á að viðkomandi hafi beðið eftir úrslitum kosninganna – en þó ekki nógu lengi til að hafa alla rétta þannig að sé endaði reyndar með rjá flokka rétta eins og sigurvegararnir Gísli Halls og Kristjana. VIð hátíðlega athöfn í eldhúsi Hafnarhússins varpaði hafnarstjóri hlutkesti um hvort Kristjana eða Gísli væti hinn eiginlegi sigurvegari og var til þess notuð erlend mynnt – eða nánar tiltekið 50 aurar danskir.  Kristjana valdi kórónuna (eðlilega) en því miður fyrir hana kom 50 aurinn upp þannig að Gísli Hallsson fór með glæsilegan sigur af hólmi.  Sigurvegarann og þá er lenti í 2. sæti ´samt umsjónarmanni getraunarinnar má sjá glaðbeitt á mynd hér til hliðar!

Og svo má sjá getraunaskjalið hér meðhangandi!

FaxaportsFaxaports linkedin