Ár 2022, föstudaginn 26. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00
Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (í fjarfundarbúnaði fyrri hluta fundarins)
Örn Þórðarson
Marta Guðjónsdóttir (í fjarfundarbúnaði)
Sabine Leskopf
Daníel Ottesen
Davíð Sigurðsson
Ragnar B. Sæmundsson
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi (í fjarfundarbúnaði)
Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Fjarveruslys varð þann 9. Júní þegar slinkur kom á öxl starfsmanns frá þungum kaðli. Starfsmaðurinn hefur jafnað sig að fullu.
Leiguskip Eimskips, Vera D rakst á bryggju við Grundartanga og olli það skemmd á skipi og bryggjukanti. Ekið var á hliðslá á Grundartanga. Olíumengað vatn lak á Grandabryggju.
2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.
3. Uppgjör fyrstu 6 mánuðina
Hafnarstjóri kynnti sex mánaða uppgjör. Tekjur eru nokkuð umfram áætlun og nam EBITDA tímabilsins 1.017 m.kr. Söluhagnaður af sölu Hafnarhússins var bókfærður á tímabilinu og nam því heildarhagnaður tímabilsins með óreglulegum liðum 2.614 m.kr.
4. Lenging aðalhafnargarðs á Akranesi – kostnaðaráætlun
Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdarsviðs kynnti endurskoðaða kostnaðaráætlun fyrir lengingu aðalhafnargarðs á Akranesi. Heildarkostnaður er áætlaður 1.494 m.kr. á verðlagi ágústmánaðar.
Stjórn samþykkti áætlunina einróma.
5. Forkaupsréttarmál
a. Kró Design ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Köllunarklettsvegi 4, Reykjavík. Fasta nr. 223-2366 og 223-2367. Kaupandi Endurvinnslan hf.
b. Erindi Teiga ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Köllunarklettsvegi 4, Reykjavík Fasta nr. 201-5785. Kaupandi Fastefli ehf.
c. Erindi Brimrúnar ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign í Hólmaslóð 4, Reykjavík. Fasta nr. 221-3285. Kaupandi SH fasteignir ehf.
d. Erindi ÞR Eigna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Hólmaslóð 2, Reykjavík. Fasta nr. 226-1527, 226-1528, 226-1529 og 227-0962. Kaupandi Björn Hjaltested Gunnarsson.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.
6. Þróunaráætlun Gömlu Hafnarinnar
Fulltrúar verkefnahóps, þeir Björn Guðbrandsson frá Arkís, Steinþór Pálsson frá KPMG og Hermann Ólafsson frá Landhönnun kynntu drög að þróunaráætlun fyrir gömlu höfnina og svöruðu spurningum fundarmanna.
7. Þróunarhugmyndir í Sundahöfn
Hafnarstjóri kynnti þróunarhugmyndir fyrir Sundahöfn og svaraði spurningum fundarmanna.
8. Ráðning hafnarstjóra
Starfsmenn viku af fundi og stjórn samþykkti að hefja ferli við ráðningu nýs hafnarstjóra.
9. Önnur mál
Engin önnur mál voru rædd.
Fundi slitið 11:50