Plattaskipti við skip sem eru að koma í fyrsta sinn til okkar er gömul og góð hefð sem við hjá Faxaflóahöfnum höldum í heiðri. Að þessu sinni var athöfnin um borð í skemmtiferðaskipinu Sky Princess sérlega ánægjuleg, þar sem hún markaði þau tímamót að við værum komin á sama stað og við vorum fyrir heimsfaraldur varðandi komur skemmtiferðaskipa. Samanburður við sama tímabil ársins 2019, sem jafnframt var metár í komu skemmtiferðaskipa í hafnir Faxaflóahafna, sýnir að við erum búin að endurheimta sama fjölda. Jafnframt bendir bókunarstaða ársins 2022 til þess að tæplega 200 skemmtiferðaskip munu koma í Faxaflóahafnir á árinu, sem var sá fjöldi sem kom árið 2019. Samhliða bendir bókunarstaða ársins 2023 til þess að það mun vera um 20% vöxtur í komum skemmtiferðaskipa í Faxaflóahafnir. Af þessu má áætla að áhrifa heimsfaraldurs gætir ekki lengur í þessum efnum og við getum horft til framtíðar á ný.
Skemmtiferðaskipin auðga hafnarlífið að nýju
6. júlí, 2022 | Forsíðu fréttir