Breska flugmóðurskipið, HMS Prince of Wales, sigldi til Reykjavíkurhafnar þann 4. apríl 2022. Þetta var í fyrsta sinn sem við fáum flugmóðurskip af þessari stærð til Faxaflóahafna og því um sögulegan viðburð að ræða.
Skipið er 280 m. á lengd, 39 m. breitt fyrir neðan sjávarmál en þegar komið er upp á þilfar er skipið orðið 73 m. Þetta er á við þrjá knattspyrnuvelli, til að setja stærðina í samhengi við eitthvað sem við þekkjum. HMS Prince of Wales er 94.542 brúttótonn. Skipið er tiltölulega nýlegt (5 ára) og hlaut nafngift 8. september 2017 og var afhent breska hernum formlega árið 2019.
Faxaflóahafnir þakka Hafnarsamlagi Norðurlands og Þorlákshöfn fyrir aðstoðina við verkefnið.