Þann 14. janúar sl. auglýstu Faxaflóahafnir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands eftir teymi til að vinna þróunaráætlun fyrir Gömlu höfnina í Reykjavík. Verkefnið fól í sér að mynda teymi til að móta framtíð Gömlu hafnarinnar í Reykjavík og marka framtíðarstefnu svæðisins. Þrír aðilar sátu í valnefnd: Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna, Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna og Kristján Örn Kjartansson arkitekt sem tilnefndur var af Arkitektafélagi Íslands. Alls bárust inn 9 umsóknir af mjög reynslumiklum og hæfum umsækjendum. Nú er búið að velja það teymi sem mun sjá um mótun Gömlu hafnarinnar. Teymið sem var hlutskarpast samanstendur af eftirfarandi fyrirtækjunum:
Arkís, KPMG, Landhönnun og Verkís. Nánar er fjallað um verkefnið inn á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Faxaflóahafnir óska þessum fjórum fyrirtækjum innilega til hamingju með áfangann og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.