Í gærkvöldi kom súrálsskipið M/V Selena til Grundartanga. Skipið lagði af stað sunnudaginn 17. október kl. 20:22 á staðartíma frá Gladstone í Ástralíu.  Það tók því skipið í kringum einn og hálfan mánuð að komast til landsins. M/V Selena hafði viðkomu á Las Palmas til að taka olíu en síðan var bræla á hafi úti sem hafði áhrif skipakomu. Um borð í skipinu var stærsti súrálsfarmur sem komið hefur til Grundartanga, þ.e. 55.000 tonn. Næst stærsti súrálsfarmur sem komið hefur til Grandartanga kom árið 2020 þegar M/V Ultra Diversity kom með 54.975 tonn af súráli.

Ljósmynd fengin af vefsíðunni: www.marinetraffic.com

 

FaxaportsFaxaports linkedin