Nú stendur yfir kosning til formanns og stjórnar Starfsmannafélags Faxaflóahafna sf. en kjörgögnum og atkvæðaseðlum hefur verið dreift á starfsstöðvarnar.  vænleg framboð hafa gefið sig fram en ómögulegt er að átta sig á skoðanakönnunum og útgönguspá.  Úrslit liggja eflaust fyrir á næstunni. 

Helgi Laxdal mætti árla á kjörstað og tæplega vaknaður þegar hann krossaði á seðilinn og laumaði laglega í kjörkassann.  Helgi vildi ekkert gefa upp um hverja hann hefði kosið en sjálfur var hann ekki í framboði enda eftirspurn víst afar takmörkuð – a.m.k. þessar kosningarnar.  Helgi var samt sem áður bjartsýnn á úrslitin. 

Að sjálfsögðu er öllum ströngustu kosningareglum fylgt m.a. eru kjörkassarnir úr löggiltum eðal pappa frá Kassagerðinni og hefur Hallur Árnason eftirlit með að kosningin sé lögmæt.  Komið hefur verið upp myndavélum á kjörstöðum sem greina útfyllingu kjörseðla, en þetta er gert til að trygga rétta talningu þegar þar að kemur.  Í samtali við tíðindamann kvað Hallur enga meinbaugi á kosningunni og að engin meiriháttar vandræði hafi komið upp.  Aðeins hefði þó borið á því á Skaganum að menn kæmust ekki inn í hafnarhúsið og í Bækistöðinni kom eitt tilvik upp varðandi áróður á kjörstað, en mynd af einum frambjóðandanum mun vera upp á vegg í húsinu.  Þá hefur Hallur fjarlægt skipin Erling, Andrés, Helga og Jóhönnu úr höfninni þar sem lega þeirra brýtur í bága við reglur um áróður á kjörstað.

Svo er bara að kjósa áður en kjörstaðir loka:=“)

FaxaportsFaxaports linkedin