Sérstök vildarkjör hjá Shell og Orkunni fyrir starfsmenn Faxaflóahafna

 

 

Okkur er sönn ánægja að bjóða viðskiptavinum kaup á eldsneyti, vörum og þjónustu á vildarkjörum hjá Skeljungi. Í tilboðinu felst að starfsmenn fá Staðgreiðslukort Skeljungs, sem hefur verið búið sérstaklega út til að veita hærriafslátt en hefðbundna útgáfa kortsins.

 

Þessi sérstöku vildarkjör gilda hjá Shell og Orkunni um land allt, auk valinna samstarfsaðila Skeljungs.

 

Enn ódýrara eldsneyti

Staðgreiðslukortið er tengt við annað hvort debetkort eða kreditkort og eru úttektir gjaldfærðar beint af debetkortinu, en  mánaðarlega á kreditkortið (Visa eða Mastercard). Tenging við debetkort veitir hærri afslátt af dæluverði á hvern lítra af eldsneyti.

 

Debetkort:                   

5kr. afsláttur hjá Shell

4 kr. afsláttur hjá Orkunni

Kreditkort:                   

4 kr. afsláttur hjá Shell

3 kr. afsláttur hjá Orkunni

 

Afsláttur á völdum þjónustustöðum

Staðgreiðslukortið veitir einnig afslátt hjá völdum samstarfsaðilum Skeljungs eða 15% afslátt af smurþjónustu hjá smurstöðvum Skeljungs við Skógarhlíð og Laugaveg 180, 15% afslátt af dekkjum og smurþjónustu hjá Pitstop, 15% afslátt af vörum hjá Stillingu, 10% afslátt af dekkjum og þjónustu hjá Sólningu, 10-15% afslátt af smur- og dekkjaþjónustu hjá Nesdekk og 20% afslátt af vinnu hjá Smur 54.

 

Ódýrt, fljótlegt og þægilegt

Annar góður kostur við Staðgreiðslukortið er, að það hefur sömu eiginleika og hefðbundinn dælulykill og þarf því aðeins að bera það upp að nema dælunnar, áður en dælt er á tankinn. Að auki má greiða með því fyrir alla vöru og þjónustu hjá Shell og í Select. Þá veitir þetta frábæra fríðindakort einnig aðgang að þjónustuvef Skeljungs, þar sem þú getur fylgst með öllum úttektum og virkjað þá þjónustu sem býðst með kortinu, s.s. hvers konar punktum þú ætlar að safna.

  

Þrenns konar punktar

Engin venjuleg punktasöfnun sem á sér stað í hvert sinn sem Staðgreiðslukortið er notað, þar sem velja má á milli þrenns konar punkta eða Skeljungspunkta sem nýtast til úttektar hjá Skeljungi, Góðra punkta sem renna til góðgerðarmála ogVildarpunkta Icelandair fyrir ferðatengda afslætti,einn punktur er hálft prósent af verði líters.

 

Nánari upplýsingar um Staðgreiðslukort Skeljungs eru á heimasíðum Skeljungs og Orkunnar.

 

Sótt er um kortið á http://www.skeljungur.isþá virkar þetta þannig að einstaklingur sækir um staðgreiðslukort og þegar kemur að reitnum hópur þar á að skrifa Faxaflóahfnir sf. þá fer viðkomandi í réttan hóp.

FaxaportsFaxaports linkedin