Starfsmenn Bækistöðvarinnar hafa á síðustu dögum verið að vinna að endurbótum á aðstöðu Viðeyjarferjunnar í Skarfavör.  Aðgengi gesta í ferjuna hefur verið bætt undir öruggri hönnnun og útfærslu Hermanns Bridde. 

Breytingin fels í því að settur hefur verið upp pallur á flotbryggjunni en með því er dregið úr halla landgangsins þegar lágsjávað er.  Nokkur umræða hefur verið um það hvernig auðvelda megi aðgengi að Viðeyjarferjunni og er m.a. verið að skoða hvernig leysa megi úr þeim málum – eða a.m.k. bæta þau úti í Viðey.  Reynir þar á hugmyndarflug og traust úrræði starfsmanna Faxaflóahafna sf. í þeirri viðleitni að auðvelda m.a. fötluðum að fara um viðlegumannvirkin sitt hvorum meginn sundsins.

FaxaportsFaxaports linkedin