Jón Valdimarsson og Hreinn Sveinsson tengja  „List“

Síðastliðinn miðvikudag 19. nóvember var skipið „List“ tengt við rafdreifikerfið á Skarfabakka (250 amper).

Skipið var á siglingu frá Kaliforníu til Skotlands þegar vélin bilaði og áætlað er að gera við vélina hér á landi.

Rafdreifikerfið var mátulega tilbúið því á síðasta degi úttektar hjá skoðunarstofu var skipið tengt við kerfið.

Starfsmenn skipaþjónustunnar hafa skoðað frágang verksins og eru mjög ánægðir með það. 

Verktaki í þessu verki var Rafmagnsverkstæði Birgis ehf. Verksamningur var gerður 30. maí 2008. Það tók nokkuð lengri tíma að fá efni til landsins en gert var ráð fyrir. Úttekt skoðunarstofu fór fram 17. til 19. nóv. 2008.

FaxaportsFaxaports linkedin