Í dag var gengið frá kaupum Faxaflóahafna sf. á fasteigninni Ægisgarður 7. Húsið er á hluta Mýrargötuskipulags og því nauðsynlegt að höfnin eignist húsið vegna nauðsynlegra framkvæmda við að koma skipulaginu á svæðinu áfram. Húsið verður formelga afhent Faxaflóahöfnum sf. í nóvembermánuði en þá verður hugað að niðurrifi þess.
Á umræddum reit hefur m.a. verið nefnt að áhugavert væri að koma þar fyrir Húsi Hafsins, sem væri m.a. skrifstofur og sýningaraðstaða Hafrannsóknarstofnunar og sumir lýst yfir áhuga á að þar verði skrifstofur hafnarinnar í framtíðinni. Hvort af því verður er ekki gott að segja á þessu stigi, en ekki er líklegt að til mikilla tíðinda dragi í því efni á næstu misserum. það sem blasir við á næstu mánuðum er að hreinsa svæðið og móta landið í samræmi við skipulag og skoða síðan hvaða valkostir verða við nýtingu lóðarinnar.