Aðalfundur starfsmannfélags Faxaflóahafna haldinn þann 6. júní 2008

 í fundarsal á 3. hæð í Hafnarhúsinu.

 

1.      Formaðurinn Þórdís Sigurgestsdóttir setti fundinn og bauð fólk velkomið. Tók að sér fundarstjórn og bað Ragnar Eggertsson að vera fundarritara, þakkaði meðreiðarsveinum í stjórninni ánægulegt samstarf, fór síðan yfir starf fráfarandi stjórnar.

Haldin var grillveisla í Bækistöðinni þ. 29 júní 2007, mökum boðið, ágætis mæting, setið úti í sól og blíðu, hin ánægjulegasta kvöldstund.

Boðað til auka aðalfundur þann 31. ágúst vegna breytingatilllögu frá aðalfundinum um vorið þar sem fram kom að formaður starfsmannafélagsins skuli einnig vera fulltrúi starfsmanna í hafnarstjórn. Tillagan var samþykkt samhljóða og formanni falið að endurrita lög félagssins og einnig að taka inn eldri breytingatillögur frá aðalfundi árið 2006.

Haustferð farin 7. september, heimboð OR þegið í Nesjavallarvirkjun og hópurinn fræddur um virkjunina, að því loknu var keyrt um Þingvallarsveit og tók Guðmundur Eiríksson að sér leiðsögn, en hann þekkir vel til í sveitinni, síðan ekið í Hafnarbústaðinn og boðið í grillveislu og undi fólk sér við mat, drykk og söng fram eftir kvöldi í mildu veðri.

Desember skrallið var síðan haldið 14. desember í nýju þjónustuhúsi hafnarinnar við Skarfabakka með nýju sniði og var mæting þar góð.

Hafnarballið var haldið þann 26. janúar á Grand Hóteli, rúmlega 100 veislugestir mættu og veislustjórn var í höndum     Páls Brynjarssonar og fóst það vel úr hendi.

Farin var svo vorferð þann 9 maí sl. um Hvalfjarðarsveit undir leiðsögn Leós Jóhannessonar og sagði hann ýmsar sögur frá fyrri tíð við fjörðinn, síðan var álverksmiðja NA heimsótt og að lokum var boðið til grillveislu í notalegu veiðihúsi við Laxá í Leirársveit.  

2.      Auður M. Sigurðardóttir gerði grein fyrir reikningum félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða. Rædd var vinna bækistöðvar við höfnina á Úlfljótsvatni og það framlag til alls svæðsins sem hugsanlega þyrfi að skoða með tilliti til samkostnaðar á svæðinu. Einnig bent á að laga þurfi vegslóðann að vatninu því erfitt sé að koma vörubíl að við niður-setningu á bryggjunni á vorin, skoða það mál gagnvart landeig. Strv og byggingafulltrúa. Kristján Erik gengur í málið.

 

3.      Skýrsla fulltrúa starfsmanna í hafnarstjórn, stjórnarskipti eftir áramótin, farið var með nýju stjórnina í kynnisferð um lendur hafnarinnar í lok mars, en annars venjuleg fundarseta þetta árið að sögn fulltrúans.

 

4.      Már Gunnþórsson kynnti niðurstöðu kosninga sem var eftirfarandi:  

Formaður og fulltrúi starfsmanna í hafnarstjórn:  Formaður Sigríður Sigurbjörnsdóttir, meðstjórnendur til tveggja ára þeir Helgi Magnússon og Gils Friðriksson. Varamaður í hafnarstjórn Gils Friðriksson. Fulltrúar starfsmanna í öryggisnefnd voru kosnir Gísli J. Hallsson og Júlíus V. Guðnason.

 

5.      Aðalfundurinn samþykkti að endurkjósa í eftirtaldar nefndir:

Endurskoðendur félagsins þau Auði M. Sigurðardóttur og Gísla Gíslason.

Í kjörnefnd þá Ragnar Eggertsson, Már Gunnþórsson og Jón K Valdimarsson.

Í úthlutunarnefnd orlofshúss þá Gunnbjörn Marinósson, Sigurður Jónasson og Gunnar Ingvar Leifsson.

Í jafnréttisnefnd  þau Gunnar Inga Leifsson og Þórdísi Björk Sigurgestsdóttir.

Samþykkt var að stjórn starfsmannafélagsins skipaði skemmtinefnd og myndi hún kalla fólk til starfa ef þurfa þykir.

6. Samþykkt var að árgjald félagsins væri óbreytt kr. 1.500

7. Önnur mál, umræða skapaðist vegna kjörs fulltrúa starfsmanna í öryggisnefnd þar sem kom fram óánægja með það að ekki  skuli vera fulltrúi frá hverri deild, samþykkti fundurinn að beina því til hafnarstjóra og öryggisnefndarinnar að taka þetta mál upp þannig að allar deildir fyrirtækisins ættu fulltrúa í nefndinni. M.ö.o að fjölga í nefndinni um einn.

Andrés Ásmundsson beindi þeirri tillögu til fundarins að komið yrði upp á innri vefnum upplýsingum um sumarhúsið okkar þannig að það væri hægt að sjá hvort húsið væri laust t.d. ef einhver vildi fara í bústaðinn með stuttum fyrirvara, þá þyrfti ekki að koma við á skrifstofunni til að athuga málið. Þetta gæti að öllum líkindum aukið útleigu á bústaðnum. Formaðurinn stakk upp á því að Andrés taki málið að sér í samráði við Gunnbjörn og Sigríði.

            Almenn ánægja er með stjórn starfsmannafélagsins síðastliðið starfsár.

 

Fundi slitið kl. 9:50

FaxaportsFaxaports linkedin