Gísli Gíslason
Þann 6. ágúst kom Maxim Gorkiy til Reykjavíkur í sína síðustu ferð undir merkjum núverandi eiganda. Skipið hefur komið til Íslands allar götur frá því 1976 en Sara lá yfir dagbókum Reykjavíkurhafnar út á skjalasafni til að finna hvenær skipið kom fyrst. Það var 30 júní 1976 og lá þá á ytri höfninni, en umboðsmaður skipsins var SÍS.
Okkur reiknast til að Maxim Gorkiy hafi komið 132 sinnum til Reykjavíkur og samtals hafi komið um það bil 80.000 farþegar með skipinu á þessu tímabili. Gísli og Ágúst fóru um borð og hittu skipstjórann og færðu skipstjóra og áhöfn blómvönd og bókargjöf sem þakklætisvott fyrir gott og heilldrjúft samstarf á liðnum árum.
Einnig spilaði Lúðrasveit Reykjavíkur létta músikk fyrir farþega sem brostu út að eyrum og dilluðu sér.