Það eru allnokkur merkisafmælin sem starfsfólk Faxaflóahafna sf. hefur haldið upp á að undanförnu.  Og við hin – sem erum á milli merkisafmæla –  höfum notið þess í ýmsi konar veitingum sem afmælisbörnin hafa framreitt (eða makar þeirra:=“).

Nýlega var Kristján Eric fimmtugur – og trakteraði starfsmenn á ekta súkkulaði, afmæliskringlu og rjómapönnukökum – auk þess sem tvö barna hans, Orri og Kristín, spiluðu og sungu af tærri snilld fyrir þá sem mættu í Bælistöðina í kræsingarnar. 

Svo er það hann Hallur – sá sem hefur starfað lengst hjá höfninni – þegar miðað er við þá sem nú starfa hjá Faxaflóahöfnum sf.   Hann er sem sagt sextugur á þeim merkisdegi 1. maí (eins og þulurinn sagði í útvarpinu forðum:  „Nú er 1. maí um allt land“).  Myndin meðfylgjandi er af því þegar Halli var afhent gjöf við hæfi frá starfsfólki Faxaflóahafna sf.  Svo má auðvitað geta þess að Stefán Hallur Ellertsson á einnig afmæli 1. maí – en hann varð 53ja ára – og fór að sjá Chelsea merja Livepool (ósanngjarnt:=“)

Tækifæri er hér notað til að óska öllum „merkisafmælisbörnum“ – og hinum líka – til hamingju með daginn.

GG

FaxaportsFaxaports linkedin