Þá liggur fyrir ársreikningur Faxaflóahafna sf. vegna ársins 2007. Fyrst skal þakka Auði og hennar vaska liði fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í uppgjör ársins 2007 – en síðan öllu Faxaflóhafnaliðinu fyrir þeirra þátt í að niðusrstaðan er prýðileg.
Heildartekjur hækka nokkuð á milli ára úr 2.466.366 þús.kr í 2.525.270 þús.kr. eða um 2,4%. rekstrarkostnaður án afskrifta var 1.814.135 þús. kr. sem nemur 1,8%. hagnaður ársins var 725,8 mkr. en var árið 2006 490,8 mkr. Heildarskuldir (langtíma- og skammtímaskuldir) lækkuðu úr 2.171.964 þús.kr. í 1.908.550 þús. kr. eða um 12,1%. handbært fé frá rekstri var 707,3 mkr. en var neikvætt á árinu um 271,2 mkr. Á árinu 2007 vorufjárfestingar í varanlegum rekstrarjármunum (landþróun, hafnarbakkar o.lf.) alls 1.340.920 þús. kr. og handbært fé í árslok 400,1 mkr.
Af þessu má sjá að fjárhagurinn er sterkur – en á móti verkefnin framundan mörg og stór. Árið 2008 verður e.t.v. ekki alveg eins gott þar sem reikna má með eilitlum samdrætti í vöruflutningum til og frá landinu, aflagjöld munu í kjölfar niðurskurðar á þoskkvóta lækka eitthvað og sala byggingaréttar verður væntanlega ekki jafn mikil og á liðinu ári. eftir sem áður stefnum við á þokkalega niðurstöðu í árslok – en það þýðir að sjálfsögðu að horfa verður á útgjaldaliði og halda þeim innan marka fjárhagsáætlunar.
Hér má sjá nánari sundurliðun ársreikningsinsen hann verður tekinn fyrir í hafnarstjórn til samþykkta mánudaginn 10.mars.
Gísli G.