Venus NS 150 (systurskips Vikings AK) sem er í eigu Brims, landar fyrsta loðnufarminum á Akranesi í ár. Þrjú ár eru liðin síðan síðast var landað loðnu á Akranesi. Venus var á veiðum Breiðafirði og tók tvö köst sem gerðu rúmlega 500 tonn af loðnu. Það er fyrsti túr sem landað er í hrognavinnslu í ár og var magninu stillt í hóf til að prófa bæði tæki og tól sem ekki hafa verið hreyfð síðan 2018. Löndun og vinnsla gengur vel.

Ljósmynd: Valentínus Ólason

 

FaxaportsFaxaports linkedin