Ár 2021, föstudaginn 19. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi
Elliði Aðalsteinsson, áheyrnarfulltrúi

Um fjarfundarbúnað:

Pawel Bartoszek, varafulltrúi
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús Smári Snorrason
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir

Auk þeirra voru Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Gunnar Tryggvason og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi og umhverfi
Minnisblað öryggisfulltrúa lagt fram. Hvorki hafa orðið slys né umhverfisatvik frá síðasta fundi. Öryggismál hafa verið í brennidepli á starfsmannafundum í febrúar.

2. Staða matsbeiðni Innness
Dalsnes (eigandi Innness) lagði fram matsspurningar sem snúa að burðarþoli lóðar við Korngarða 3 í matsbeiðni frá 6. júlí 2020. Málið er nú í höndum dómkvaddra matsmanna og óljóst hvenær niðurstaða liggur fyrir. Magnús Baldursson, lögmaður, hefur annast málið f.h. Faxaflóahafna og kom hann á fundinn og gerði grein fyrir málinu og stöðu þess.

3. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

4. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0255. Kaupandi Ásavellir ehf.
b. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0250. Kaupandi Valkyries ehf.
c. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0252. Kaupandi Mispill ehf.
d. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0253. Kaupandi Victor Guðmundsson Cillia.
e. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0249 og 250-0260. Kaupandi Plús arkitektar.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

5. Rekstraryfirlit jan – des 2020
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra. Ársreikningur 2020 hefur verið lagður fyrir endurskoðendur og verður hann kynntur og borinn upp til samþykktar á fundi hafnarstjórnar, 12. mars nk.

6. Skipulag Faxaflóahafna
Skipulagshugmynd sú sem lögð var fyrir hafnarstjórn á 202. fundi, 22. janúar 2021 lögð fram með áorðnum breytingum. Tillagan hefur verið kynnt, rædd og aðlöguð á fundum stjórnenda og á starfsmannafundum. Nýtt skipulag er samþykkt af stjórn og tekur gildi frá 1. mars 2021.

7. Skipulag og framkvæmdir
a. Deiliskipulagsbreyting Geirsgötu 9
Breytingartillaga ásamt umsögn skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna lagt fram af forstöðumanni tæknideildar. Umsögn skipulagsfulltrúa, með lítilsháttar breytingu sbr. umræðu á fundi er samþykkt af stjórn.

8. Erindi frá Hringrás
Fyrirspurn Hringrásar ehf. um lóðina að Klettagörðum 9 lögð fyrir. Hafnarstjóra falið að ræða frekar við Hringrás um framtíðaráform félagsins áður en erindinu verði svarað.

9. Lóð fyrir Löggarða
Tillaga lögð fram um að Faxaflóahafnir úthuti Reykjavíkurborg lóð á Kleppssvæði fyrir starfsemi Löggarða (björgunarmiðstöðvar). Jafnframt að Reykjavíkurborg verði heimilt að framselja lóðarréttindi sín til ríkisins sem þar með muni yfirtaka réttindi og skyldur gagnvart Faxaflóahöfnum. Tillagan er samþykkt af stjórn.

10. Aðgerðir vegna ferðaþjónustuaðila
Málið var áður á dagskrá á 201. fundi, 11. des. 2020. Forsendur hafa breyst síðan þá m.a. m.t.t. úrræða annarra leigusala ferðaþjónustuaðila í Reykjavík. Stjórn felur hafnarstjóra að bjóða leigutökum úrræði með hliðsjón af aðstæðum og úrræðum annarra leigusala, s.s. Reykjavíkurborgar.

11. Þarfagreining upplýsingatæknimála
Frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:10.

FaxaportsFaxaports linkedin