Viðskiptahraðallinn, Hringiðja, byggir á alþjóðlegri fyrirmynd og býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar og góðan undirbúning fyrir fjármögnun. Bakhjarlar að verkefninu eru: Reykjavíkurborg, Atvinnuvegaráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Hvalfjarðarsveit, Faxaflóahafnir, Sorpa og Terra auk Þróunarfélags Grundartanga og Breið Þróunarfélags. Umsjón með hraðlinum er í höndum Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi.
Opið er fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar. Umsóknarauglýsingu má sjá hér.