Til starfsmanna Faxaflóahafna sf.

 

 

Tilefni þessa bréfs er atvik sem átti sér stað eftir samveru starfsmanna föstudaginn 17. febrúar s.l. en þá veittist starfsmaður að samstarfskonu sinni og veitti henni hnefahögg í andlit.  Sem betur fer kenndi þolandinn aðeins eymsla eftir höggið, en hlaut ekki annan áverka eða tjón.  sunset

 

Þau ár sem undirritaður hefur starfað hjá Faxaflóahöfnum sf. hafa samkomur starfsfólks farið vel fram og í góðum anda.  Slíkt verður að teljast sjálfsagt.  Sama verður sagt um almenn samskipti starfsfólks Faxaflóahafna sf. innan fyrirtækisins og gagnvart viðskiptavinum þess.  Það er grunnurinn að vellíðan stafsfólks og almennt löngum starfsaldri hjá fyrirtækinu. 

 

Það atvik sem vísað er til hér að ofan er óásættanlegt með öllu.  Því miður er það tilefni til þess að koma eftirfarandi á framfæri við starfsmenn fyrirtækisins:

ü  Ofbeldi og/eða áreitni gagnvart samstarfsfólki verður ekki liðin og telst brott­rekstrarsök.

ü  Þegar starfsmaður sýnir af sér óábyrga og ámælisverða hegðun með ofbeldi eða annarri háttsemi varðar það heiður og ásýnd annarra starfsmanna fyrirtækisins

ü  Óábyrg hegðun starfsmanns varpar rýrð á fyrirtækið.

 

Sem betur fer er málum þannig háttað varðandi starfsfólk Faxaflóahafna sf. að ekki hefur þurft að hafa sérstakar áhyggjur af ofangreindum atriðum.  Þess vegna er umrætt atvik undirrituðum veruleg vonbrigði þar sem það hefur áhrif á mun fleiri en gerandann og þann starfsmann sem veist var að.

 

Sá starfsmaður sem veittist að samstarfskonu sinni hefur viðurkennt verknaðinn og beðið viðkomandi afsökunar.  Hann hefur einnig sent undirrituðum og þolanda bréf þar sem atburðurinn er harmaður og beðist formlega afsökunar.  Í því ljósi og þó aðallega þar sem þolandinn hefur fallist á afsökunarbeiðnina, þá er það niðurstaða þessa máls að veita starfsmanninum alvarlega áminningu að því viðlögðu að verði eitthvað áfátt í hegðun hans eða starfsskyldum hér eftir þá sæti hann uppsögn.

 

Ofangreint er sett fram til að upplýsa starfsfólk um mál þetta og niðurstöðu þess og til þess að minna á þau grundvallaratriði sem verða að vera yfir allan vafa hafin ef okkur á að farnast vel og búa við öruggt starfsumhverfi.

 

Með tilskrifum þessum eiga allir starfsmenn Faxaflóahafna sf. að vera upplýstir um afstöðu undirritaðs til hvers kyns ofbeldis og ámælisverðrar hegðunar starfsmanna. Sem fyrr segir hefur á síðustu árum ekki þurft að hafa áhyggjur af neinu í þeim dúr sem að framan er nefnt, en til þess að taka af allan vafa þá má búast við að sambærileg atvik í framtíðinni leiði til uppsagnar án áminningar.

 

Gísli Gíslason

hafnarstjóri.

FaxaportsFaxaports linkedin