Ár 2012, föstudaginn 13. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Garðar G. Norðdahl
Páll S. Brynjarsson
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Karl Lárus Hjaltested
 
 
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1.    Erindi Landspítala – Háskólasjúkrahúss, dags. 20.12.2011 varðandi Kleppslandið.
Hafnarstjórn getur fallist á erindi Landsspítala – Háskólasjúkrahúss um að endurnýjun lóðarleigusamnings verði frestað þar til endurskoðun aðal­skipulags hefur átt sér stað, en þó ekki lengur en til 31. ágúst 2012. Hafnarstjóra falið að skoða aðra þætti málsins og leggja fyrir hafnarstjórn tillögu að svari við efnisþáttum bréfsins, afmörkun lóðarinnar og aðra skilmála. Hafnarstjóra falið að óska eftir upplýsingum um framtíðar nýtingu mannvirkja á Kleppi í ljósi þess að vinna þarf deiliskipulag að svæðinu.
 
2.    Lífeyrisskuldbinding vegna Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. Heimild til að óska eftir uppgreiðslu skuldbindingarinnar.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að leita eftir samningum við Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar um uppgreiðslu lífeyrisskuldbindinga Faxaflóahafna sf. hjá sjóðnum.
 
3.    Skýrsla Verkís dags. í janúar 2012 um endurheimt Katanestjarnar.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að senda skýrsluna sveitar­stjórn Hvalfjarðarsveitar og óska eftir framkvæmdaleyfi til endurheimtar votlendis í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar. Hafnarstjóra falið að senda skýrsluna eignaraðilum og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og bjóða háskólanum til samstarfs um verkefnið.
 
4.    Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 10.1.2012 um dýpkun Akranes­hafnar vegna fyrirhugaðra flutninga á sementi.
Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í dýpkun samkvæmt minnisblaðinu. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins.
 
5.    Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls dags. 2.12.2011 þar sem óskað er eftir samstarfi og samvinnu um kaup á léttum hraðbáti til björgunarstarfa. Minnisblað yfirhafnsögumanns dags. 10.1.2012.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 
6.    Erindi borgarráðs dags. 2.12.2011 þar sem óskað er umsagnar um atvinnustefnu Reykjavíkurborgar. Drög að umsögn dags. í janúar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umsögn. JVI situr hjá og vísar í bókanir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðum borgarinnar varðandi drög að atvinnustefnu.
 
 
7.    Forkaupsréttarmál.
a. Erindi Eignamiðlunar, fasteignasölu., dags. 27.12.2011 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 14 fastanr. 223-5386. Seljandi Sjöstjarnan ehf., kt. 501298-5069. Kaupandi Fiskitangi ehf., kt. 670269-4429.
b. Erindi Eignamiðlunar, fasteignasölu., dags. 14.12.2011 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að Fiskislóð 14 fastanr. 223-5386. Seljandi Hömlur 2 ehf., kt. 630109-0510. Kaupandi Sjöstjarnan ehf., kt. 501298-5069.
c.   Erindi Guðmundar Ingólfssonar varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að Eyjarslóð 9 fastanr. 224-7090. Seljandi Ímynd ehf., kt. 681272-2679. Kaupandi Guðmundur Ingólfsson, kt. 280446-2979 og Halla Hauks
dóttir kt. 210546-2519.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið er frá forkaupsrétti með venjulegum fyrir­vara um að starfsemi falli að deiliskipulagi og lóðaskilmálum.
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30
 
 
 
 
 

Fundur nr. 94
Ár 2012, föstudaginn 13. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Páll H. Hjaltason

Björk Vilhelmsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Garðar G. Norðdahl

Páll S. Brynjarsson

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Karl Lárus Hjaltested

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Erindi Landspítala – Háskólasjúkrahúss, dags. 20.12.2011 varðandi Kleppslandið.
Hafnarstjórn getur fallist á erindi Landsspítala – Háskólasjúkrahúss um að endurnýjun lóðarleigusamnings verði frestað þar til endurskoðun aðal-skipulags hefur átt sér stað, en þó ekki lengur en til 31. ágúst 2012. Hafnarstjóra falið að skoða aðra þætti málsins og leggja fyrir hafnarstjórn tillögu að svari við efnisþáttum bréfsins, afmörkun lóðarinnar og aðra skilmála. Hafnarstjóra falið að óska eftir upplýsingum um framtíðar nýtingu mannvirkja á Kleppi í ljósi þess að vinna þarf deiliskipulag að svæðinu. 
2. Lífeyrisskuldbinding vegna Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. Heimild til að óska eftir uppgreiðslu skuldbindingarinnar.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að leita eftir samningum við Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar um uppgreiðslu lífeyrisskuldbindinga Faxaflóahafna sf. hjá sjóðnum. 
3. Skýrsla Verkís dags. í janúar 2012 um endurheimt Katanestjarnar.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að senda skýrsluna sveitar¬stjórn Hvalfjarðarsveitar og óska eftir framkvæmdaleyfi til endurheimtar votlendis í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar. Hafnarstjóra falið að senda skýrsluna eignaraðilum og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og bjóða háskólanum til samstarfs um verkefnið. 
4. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 10.1.2012 um dýpkun Akraneshafnar vegna fyrirhugaðra flutninga á sementi.
Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í dýpkun samkvæmt minnisblaðinu. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins. 
5. Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls dags. 2.12.2011 þar sem óskað er eftir samstarfi og samvinnu um kaup á léttum hraðbáti til björgunarstarfa. Minnisblað yfirhafnsögumanns dags. 10.1.2012.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. 
6. Erindi borgarráðs dags. 2.12.2011 þar sem óskað er umsagnar um atvinnustefnu Reykjavíkurborgar. Drög að umsögn dags. í janúar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umsögn. JVI situr hjá og vísar í bókanir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðum borgarinnar varðandi drög að atvinnustefnu. 
7. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Eignamiðlunar, fasteignasölu., dags. 27.12.2011 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 14 fastanr. 223-5386. Seljandi Sjöstjarnan ehf., kt. 501298-5069. Kaupandi Fiskitangi ehf., kt. 670269-4429.

b. Erindi Eignamiðlunar, fasteignasölu., dags. 14.12.2011 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að Fiskislóð 14 fastanr. 223-5386. Seljandi Hömlur 2 ehf., kt. 630109-0510. Kaupandi Sjöstjarnan ehf., kt. 501298-5069.

c. Erindi Guðmundar Ingólfssonar varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að Eyjarslóð 9 fastanr. 224-7090. Seljandi Ímynd ehf., kt. 681272-2679. Kaupandi Guðmundur Ingólfsson, kt. 280446-2979 og Halla Hauksdóttir kt. 210546-2519.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið er frá forkaupsrétti með venjulegum fyrir¬vara um að starfsemi falli að deiliskipulagi og lóðaskilmálum. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

FaxaportsFaxaports linkedin