Föstudaginn 21. október er meining að halda fundi starfsfólks frá kl. 09:00 til kl. 12:00 – og til þeirra fundarhalda boðað hér með.
Klukkan 09:00 verður kaffispjall við hafnarstjóra um ýmis verkefni framundan og fleira. Klukkan 10:00 kemur Svali Björgvinsson, en hann mun fara með fróðleik um ýmislegt varðandi starfsmannamál, samvinnu og þjónustu, en starfsfólk mun einnig taka þátt í þeim dagskrárlið. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta í þennan viðburð! Auglýsingu um dagskrá dagsins má sjá hér!!
Svo er það árshátíðin sem verður að kvöldi föstudagsins – það er hér með gefið út að ekki verður amast við stopulli viðveru eftir hádegið þar sem fólk þarf að undirbúa sig, snyrta og klæðast og halda um mislangan veg.
Kveðja Gísli G