Af gefnu tilefni gerði undirritaður smá könnun á starfsaldri hjá Faxaflóahöfnum sf. Að sjálfsögðu komu út úr þessari könnun merkileg og skemmtileg vísindi. Hér að neðan fer smá samantekt um þau atriði sem vöktu athygli:
Fyrst skal nefna að skráðir starfsmenn sem þessi könnun náði til eru fastráðnir starfsmenn í marsmánuði – en þeir eru nú 67 – 61 karl og 6 konur (sem er afleitur kvenmannshalli – en á sér langa sögu og mun eflaust breytast á komandi árum). Þegar skoðaður er samanlagður starfsaldur allra starfsmanna þá hafa þeir unnið í samtals 684 ár – og hefur elfaust ýmislegu verið komið í verk á þeim tíma. Þessi tala upplýsir að meðal starfsaldur hjá Faxaflóahöfnum er 10,2 ár. Þegar samanlagður lífaldur allra starfsmanna er skoðaður kemur í ljós að hann er samtals 3.698 ár og hefur eflaust ýmislegt á dagana drifið á þeim árum öllum. Af þessu leiðir hins vegar að hinn dæmigerði meðal starfsmaður er rétt liðlega 55 ára.
Þegar skoðað er hvernig starfsaldur dreifist á 10 ára tímabil er niðurstaðan þessi:
Starfsaldur 0 – 10 ár: | 45 |
Starfsaldur 10 – 15 ár: | 6 |
Starfaldur 15 – 20 ár: | 4 |
Starfsaldur 20 – 25 ár: | 4 |
Stafsaldur 25 – 30 ár: | 5 |
Starfsaldur > 30 ár: | 3 |
Alls 67 starfsmenn |
Síðan er þetta niðurstaðan þegar starfsmönnum er skipað í flokka eftir lífaldri:
Lífaldur 30 – 40 ára: | 4 |
Lífaldur 40 – 50 ára: | 13 |
Lífaldur 50 – 60 ára: | 35 |
Lífaldur 60 – 70 ára: | 15 |
Alls 67 starfsmenn |
Þá er að nefna hverjir það eru sem státa af lengstum starfsaldri. Eflaust vitið þið flest hvernig þeim málum er skipað – en fyrir þá sem ekki vita þá er hér TOPP 12 listinn – en þar fara starfsmenn með yfir 20 ára starfsaldur og sá sem lengst hefur starfað er með 35 ár og 1 mánuð:
Starfsaldur | Nafn | Ráðinn |
35 ár og 1 mánuðir | Hallur Árnason | 1973 |
34 ár og 11 mánuðir | Jón Þorvaldsson | 1973 |
33 ár og 8 mánuðir | Hreinn Sveinsson | 1974 |
29 ár og 10 mánuðir | Vignir Albertsson | 1978 |
28 ár og 11 mánuðir | Halldór Valdemarsson | 1979 |
27 ár og 10 mánuðir | Gunnbjörn Marinósson | 1980 |
27 ár og 6 mánuðir | Ragnar Arnbjörnsson | 1980 |
25 ár og 4 mánuðir | Kristján Erik Kristjánsson | 1983 |
22 ár og 8 mánuðir | Adam Ingvarsson | 1985 |
21 ár og 11 mánuðir | Sigríður Sigurbjörnsdóttir | 1986 |
21 ár og 10 mánuðir | Pétur Kristinn Kristjánsson | 1986 |
20 ár og 10 mánuðir | Ingólfur Jóhannesson | 1987 |
Ekki var það nú fleira um þessi mál.
Gísli G.