Starfsmaður Faxaflóahafna sf. slasaðist í gær þegar verið var að binda dráttarbátinn Leyni við Austurbakka. Lýsingin í skýrslu um atvikið er eftirfarandi:  leynir

„Um kl. 16:15 var verið að binda Leyni við flotbryggjuna. Baldvin Breiðfjörð var við störf í stafni og klemmdi þumalfingur vinstri handar milli landfestartógs og polla með þeim afleiðingum að fingurinnf fór af. Sjúkrabíll flutti Baldvin á slysadeild. Lögreglan tók skýrslu og myndir af aðstæðum.  Haft var samband við Sjóslysanefnd og Vinnueftirlit.  Agnar Guðjónsson var skipstjóri á Leyni, einnig voru Stefán Hallur Ellertsson og Karl Hjaltested um borð.“  Eftir aðhlynningu á slysavarðsstofunni fór Baldvin heim og honum líður eftir atvikum.  Honum er óskað góðs bata en ljóst að hann verður frá vinnu um sinn.

Ofangreint tilvik sýnir glöggt að hætturnar leynast víða og aldrei of varlega farið.

FaxaportsFaxaports linkedin