Ár 2011, föstudaginn 11. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
S. Björn Blöndal
Páll S. Brynjarsson
Sturlaugur Sturlaugsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
 
 
Áheyrnarfulltrúar:
Hermann Bridde
Gunnar Sigurðsson
 
 
Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðar hafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
 
1. Skipulagsmál í Sundahöfn.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Sundahöfn. Hafnarstjóra falið að setja saman greinargerð um málið og leggja fyrir næsta fund.
Júlíus Vífill og Þorbjörg Helga lögðu fram eftirfarandi: “Í tengslum við endurskoðun aðal- og deiliskipulags Sundahafnar er lögð fram eftirfarandi tillaga: Hafnarstjóra er falið að afla upplýsinga um rekstur fyrirtækja sem sérhæfa sig í losun og lestun fraktskipa. Við núverandi aðstæður getur reynst fýsilegt að aðgreina lestun og losun frá annarri flutningastarfsemi skipafélaganna. Í því getur falist hagræðing og sparnaður í fjárfestingu og viðhaldi. Hafnarstjóri afli grunnupplýsinga varðandi ofangreint og leggi fyrir stjórn til frekari skoðunar.”
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.
 
2. Tillaga að deiliskipulagi Akraneshafnar.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi Akraneshafnar.
 
3. Tillaga varðandi söguritun, merkingar sögustaða og fleira.
a. Áætlun Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings ódags.
b. Útlit merkinga Reykjavíkurborgar.
c.   Minnisblað hafnarstjóra varðandi samstarf við Árbæjarsafn um samantekt á sögustöðum dags. 7.2.2011.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir framlögðum gögnum. Ákveðið að ræða málið frekar á næsta fundi.
 
4. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit vegna ársins 2010.
Hafnarstjóri fór yfir helstu liði yfirlitsins, en endurskoðaður ársreikningur verður lagður fyrir næsta fund stjórnar.
 
5. Minnisblað hafnarstjóra varðandi byggingu aðstöðu fyrir útgerðir smábáta á Akranesi dags. 8.2.2011.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila Halakoti ehf. að ganga frá nauðsynlegum verk- og sölusamningum vegna byggingar á aðstöðu fyrir smábátaútgerðir á Akranesi í samræmi við framlagt minnisblað hafnarstjóra. Samþykkt að leggja 50.0 mkr. hlutafé í félagið vegna verkefnisins. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Faxaflóahafna sf.
 
6. Bréf borgarráðs dags. 28.1.2011 varðandi hugmyndir stjórnar Faxaflóahafna sf. um að halda málþing um varðveislu gamalla báta.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að undirbúa málþing um varðveislu gamalla trébáta sem haldið verði í apríl eða maímánuði. Kannað verði með áhuga Reykjavíkurborgar og Þjóðminjasafns og annarra á þátttöku í undirbúningi og framkvæmd málþingsins.
 
7. Skipulag Vesturhafnar / Grandagarður 1-13.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að breytingum lóðarmarka við Grandagarð 1 – 13. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
 
8.    Lóðamál:
a. Umsókn Thorsil ehf. dags. 2.2.2011 um lóð á Grundartanga.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um erindið og er formanni stjórnar og hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa sveitarfélagsins um málið.
 
9. Forkaupsréttarmál:
a. Bréf Fasteignamiðlunar Grafarvogs, dags. 27.1.2011 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6862 og 229-6868. Seljandi Andrésson ehf., kt. 420299-2819. Kaupandi Emiliano Monaco, kt. 160775-4839.
Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um lóðarnýtingu og skipulag.
 
10.Erindi Georgs Haraldssonar og Sigurðar Vals Sigurðssonar dags. 11.1.2011 þar sem óskað er eftir afnotum af hafnarsvæði vegna Vorhátíðar í Reykjavík 2011. Umsögn Höfuðborgarstofu dags. 29.1.2011.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en með fyrirvara um að bréfritarar afli annarra nauðsynlegra leyfa fyrir viðburðinum.
 
11.Erindi Guðrúnar Bergmann dags. 7. 2. 2011 varðandi þátttöku í verkefninu Grænn apríl og beiðni um styrk til verkefnisins.
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í “Grænum apríl”, en getur ekki orðið við erindi um styrk.
 
12.Bréf Húsafriðunarnefndar varðandi undirbúning tillögu að friðun Lagargötu 2
 (áður Bakkastígs 9) dags. 1.2.2011. Tillaga að svari skipulagsfulltrúa dags. 4.2.2011.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu Húsafriðunarnefndar.
 
13.Punktar frá vinnufundi um málefni hafnarsvæðisins dags. 7.1.2011.
 Lagt fram.
 
14.Önnur mál:
Páll Brynjarsson gerði grein fyrir umræðum og tillögu í sveitarstjórn Borgarbyggðar um mat á eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum sf.
 
   Fleira ekki gert,
   fundi slitið kl. 11:00
 
 
 
 
 

Fundur nr. 84
Ár 2011, föstudaginn 11. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Björk Vilhelmsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

S. Björn Blöndal

Páll S. Brynjarsson

Sturlaugur Sturlaugsson

Sigurður Sverrir Jónsson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Hermann Bridde

Gunnar Sigurðsson

Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Skipulagsmál í Sundahöfn.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Sundahöfn. Hafnarstjóra falið að setja saman greinargerð um málið og leggja fyrir næsta fund.
Júlíus Vífill og Þorbjörg Helga lögðu fram eftirfarandi: “Í tengslum við endurskoðun aðal- og deiliskipulags Sundahafnar er lögð fram eftirfarandi tillaga: Hafnarstjóra er falið að afla upplýsinga um rekstur fyrirtækja sem sérhæfa sig í losun og lestun fraktskipa. Við núverandi aðstæður getur reynst fýsilegt að aðgreina lestun og losun frá annarri flutningastarfsemi skipafélaganna. Í því getur falist hagræðing og sparnaður í fjárfestingu og viðhaldi. Hafnarstjóri afli grunnupplýsinga varðandi ofangreint og leggi fyrir stjórn til frekari skoðunar.”
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna. 
2. Tillaga að deiliskipulagi Akraneshafnar.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi Akraneshafnar. 
3. Tillaga varðandi söguritun, merkingar sögustaða og fleira.

a. Áætlun Guðjóns Friðrikssonar, sagnfræðings ódags.

b. Útlit merkinga Reykjavíkurborgar.

c. Minnisblað hafnarstjóra varðandi samstarf við Árbæjarsafn um samantekt á sögustöðum dags. 7.2.2011.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir framlögðum gögnum. Ákveðið að ræða málið frekar á næsta fundi. 
4. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit vegna ársins 2010.
Hafnarstjóri fór yfir helstu liði yfirlitsins, en endurskoðaður ársreikningur verður lagður fyrir næsta fund stjórnar. 
5. Minnisblað hafnarstjóra varðandi byggingu aðstöðu fyrir útgerðir smábáta á Akranesi dags. 8.2.2011.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila Halakoti ehf. að ganga frá nauðsyn¬legum verk- og sölusamningum vegna byggingar á aðstöðu fyrir smábátaútgerðir á Akranesi í samræmi við framlagt minnisblað hafnar¬stjóra. Samþykkt að leggja 50.0 mkr. hlutafé í félagið vegna verkefnisins. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Faxaflóahafna sf. 
6. Bréf borgarráðs dags. 28.1.2011 varðandi hugmyndir stjórnar Faxaflóahafna sf. um að halda málþing um varðveislu gamalla báta.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að undirbúa málþing um varðveislu gamalla trébáta sem haldið verði í apríl eða maímánuði. Kannað verði með áhuga Reykjavíkurborgar og Þjóðminjasafns og annarra á þátttöku í undirbúningi og framkvæmd málþingsins. 
7. Skipulag Vesturhafnar / Grandagarður 1-13.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að breytingum lóðarmarka við Grandagarð 1 – 13. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu. 
8. Lóðamál:

a. Umsókn Thorsil ehf. dags. 2.2.2011 um lóð á Grundartanga.

Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn sveitarstjórnar Hvalfjarðar-sveitar um erindið og er formanni stjórnar og hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa sveitarfélagsins um málið. 
9. Forkaupsréttarmál:

a. Bréf Fasteignamiðlunar Grafarvogs, dags. 27.1.2011 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6862 og 229-6868. Seljandi Andrésson ehf., kt. 420299-2819. Kaupandi Emiliano Monaco, kt. 160775-4839.

Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um lóðar-nýtingu og skipulag. 
10. Erindi Georgs Haraldssonar og Sigurðar Vals Sigurðssonar dags. 11.1.2011 þar sem óskað er eftir afnotum af hafnarsvæði vegna Vorhátíðar í Reykjavík 2011. Umsögn Höfuðborgarstofu dags. 29.1.2011.
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en með fyrirvara um að bréfritarar afli annarra nauðsynlegra leyfa fyrir viðburðinum. 
11. Erindi Guðrúnar Bergmann dags. 7. 2. 2011 varðandi þátttöku í verkefninu Grænn apríl og beiðni um styrk til verkefnisins.
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í “Grænum apríl”, en getur ekki orðið við erindi um styrk. 
12. Bréf Húsafriðunarnefndar varðandi undirbúning tillögu að friðun Lagargötu 2 (áður Bakkastígs 9) dags. 1.2.2011.
Tillaga að svari skipulagsfulltrúa dags. 4.2.2011.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu Húsafriðunarnefndar. 
13. Punktar frá vinnufundi um málefni hafnarsvæðisins dags. 7.1.2011.
Lagt fram. 
14. Önnur mál:
Páll Brynjarsson gerði grein fyrir umræðum og tillögu í sveitarstjórn Borgarbyggðar um mat á eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum sf. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00

FaxaportsFaxaports linkedin