Í gær, 3. maí, kom súrálsskipið M/V Ultra Diversity til Grundartanga. Skipið lagði af stað frá Vila do Condé laugardaginn 18. apríl og tók um tvær vikur að koma til landsins. Um borð í skipinu var stærsti súrálsfarmur sem komið hefur til Grundartanga, þ.e. 54.975 tonn. Árið 2017 kom skip til Grundartanga með 52.498 tonn af súráli, það met var hins vegar slegið núna um helgina.

 

Ljósmynd fengin af veraldarvefnum: MarineTraffic.com Ljósmyndari: Ranjit Singh

FaxaportsFaxaports linkedin