Nú hefur verið gert samkomulag um starfslok tveggja valinkunnra starfsmanna Faxaflóahafna sf.  Annars vegar er um að ræða Hrein Sveinsson og hins vegar Guðlaug Loftsson, en báðir láta þeir af störfum af heilsufarsástæðum.

Hreinn Sveinsson lætur formlega af störum þann 31. ágúst n.k., en Hreinn er sá starfsmaður sem er með lengstan starfsaldur núverandi starfsmanna Faxaflóahafna sf.  Hann hóf störf þann 13. september 1974 sem bryggjuvörður og háseti og hefur því starfað hjá fyrirtækinu í um 36 ár – nú síðast sem útgerðarsjtóri.  Hreinn hefur verið á öllum lóðs- og dráttarbátum Faxaflóahafna, nema þeim fyrsta, sem nefndist Minna Schupp en var nefndur Magni eftir að hún kom til Reykjavíkur.  Hreinn hefur því unnið á öllum nema einum dráttar- og lóðsbátum Reykjavíkurhafnar og Faxaflóahafna sf. og þekkir þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa á bátakosti hafnarinnar. 

Guðlaugur Loftsson hefur starfað hjá Faxaflóahöfnum sf. sem hafnarvörður í um 10 ár.  Hann lætur formlega af störfum þann 31. október n.k.

Við þessi tímamót er þessum tveimur höfðingjum þakkað fyrir samstarfið og óskað velfarnaðar á komandi árum.  Að sjálfsögðu verður þeim formlega þakkað fyrir þegar þar að kemur á haustdögum með viðeigandi hætti.

FaxaportsFaxaports linkedin