Ár 2010, föstudaginn 5. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Fundur nr. 73
Ár 2010, föstudaginn 5. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Júlíus Vífill Ingvarsson
Guðmundur Gíslason
Björk Vilhelmsdóttir
Páll Brynjarsson
Sóley Tómasdóttir
Hallfreður Vilhjálmsson
Þórður Þórðarson
Jórunn Frímannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi:
Rún Halldórsdóttir
Gils Friðriksson
Auk þess sátu fundinn: Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri.
1. Erindi Slippsins fasteignafélags ehf. dags. 26.2.2010 varðandi lóðina Mýrargötu 2-8.
Skipulagsfulltrúa falið að leggja umsögn um erindið fyrir næsta fund.
2. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. Skýrsla endurskoðenda og greinargerð hafnarstjóra ásamt tölulegum upplýsingum. Viðræður við endurskoðendur Faxaflóahafna sf.
Til fundarins mættu þeir Theodór S. Sigurbergsson, lögg. endurskoðandi og Halldór Ó. Úlriksson, viðskiptafræðingur og fóru yfir ársreikning fyrirtækisins árið 2009. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
Hafnarstjórn þakkar starfsfólki Faxaflóahafna sf. fyrir að standa dyggan vörð um rekstur og fjárhag félagsins eins og ársreikningur fyrir árið 2009 ber glöggt merki um.
3. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Hússins fasteignasölu dags. 4.3.2010 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 228-4610 og 228-4617. Seljandi BYR-Sparisjóður, höfuðstöðvar. Kaupandi Árni Skúlason.
Samþykkt að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um ákvæði lóðarleigusamnings og deiliskipulags.
4. Skipulag við Geirsgötu, aðstaða smábáta í Suðurbugt, Norðurbugt og Austurbugt. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 1.3.2010.
Gerð var grein fyrir helstu hugmyndum um aðstöðu fyrir smábáta og aðstöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Samþykkt að heimila uppsetningu á bráðabirgða-aðstöðu við flota á Grófarbryggju. Skipulagsfulltrúa falið að skoða betur staðsetningu söluaðstöðu ferðaþjónustuaðila.
5. Erindi Vilmundar Óskarssonar og Margrétar Martin dags. 3.12.2009 þar sem óskað er eftir bráðabirgðastöðuleyfi undir pylsuvagn og íssölu við Ægisgarð.
Afgreiðslu frestað þar til niðurstaða liggur fyrir varðandi aðstöðumál á svæðinu.
6. Erindi Viking Travel dags. 2.2.2010 um aðstöðu við Skarfabakka yfir sumartímann fyrir viðburði tengdum víkingamenningu.
Hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.
7. Auglýsing lóða Faxaflóahafna sf.
Lögð fram. Hafnarstjóra falin afgreiðsla málsins.
8. Skýrsla starfshóps samgönguráðherra varðandi fjárhagsstöðu hafna dags. í des. 2009.
Lögð fram.
9. Önnur mál.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:00